Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 05. júní 2021 19:31
Victor Pálsson
Gunni Einars: Réttlætir ekki að hann snúi sér við og ýti í andlit andstæðings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings Ó, sá sína menn fá eitt stig á heimavelli gegn Þór í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  2 Þór

Víkingur endaði leikinn tveimur mönnum færri en Emmanuel Eli Keke fékk rautt spjald á 51. mínútu og svo 20 mínútum seinna var Kareem Isiaka rekinn af velli.

Gunnar segir að spjald Kareem hafi verið verðskuldað en var heilt yfir ekki nógu sáttur með dómgæslu leiksins.

Á 18. mínútu virtist Alvaro Montejo stíga á ristina á Hlyni Sævari Jónssyni hjá Víkingum en uppskar aðeins gult spjald frá dómara leiksins.

„Ég tel mig vita að reglugerðin sé þannig að þó að það sé búið að dæma brot á Þórsarann þá réttlætir það ekki að Kareem snúi sér við og ýti í átt að andliti andstæðingsins sem gerir það að verkum að hann fellur," sagði Gunnar og ræddi í kjölfarið um fyrra rauða spjald Emmanuel Eli Keke og önnur umdeild atvik.

„Við spilum ansi stóran hluta seinni hálfleiks tveimur færri og gerum það ofboðslega vel. Í þeirri stöðu þá jöfnum við leikinn og fengum færin til að komast yfir líka. Það er ekki létt að standast ágjöf með tveimur manni færri svona lengi. Vissulega er rigning en ekki það mikill vindur sem hafði áhrif á leikinn. Heilt yfir vorum við betri aðilinn í dag."

„Þetta eina stig gefur okkur helling því leikurinn var eins og hann var. Það er ekki annað í stöðunni en að byggja ofan á þetta. Við verðskulduðum meira og vorum betri en þeir."

Nánar er rætt við Gunnar hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner