Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 05. júní 2021 19:31
Victor Pálsson
Gunni Einars: Réttlætir ekki að hann snúi sér við og ýti í andlit andstæðings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings Ó, sá sína menn fá eitt stig á heimavelli gegn Þór í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  2 Þór

Víkingur endaði leikinn tveimur mönnum færri en Emmanuel Eli Keke fékk rautt spjald á 51. mínútu og svo 20 mínútum seinna var Kareem Isiaka rekinn af velli.

Gunnar segir að spjald Kareem hafi verið verðskuldað en var heilt yfir ekki nógu sáttur með dómgæslu leiksins.

Á 18. mínútu virtist Alvaro Montejo stíga á ristina á Hlyni Sævari Jónssyni hjá Víkingum en uppskar aðeins gult spjald frá dómara leiksins.

„Ég tel mig vita að reglugerðin sé þannig að þó að það sé búið að dæma brot á Þórsarann þá réttlætir það ekki að Kareem snúi sér við og ýti í átt að andliti andstæðingsins sem gerir það að verkum að hann fellur," sagði Gunnar og ræddi í kjölfarið um fyrra rauða spjald Emmanuel Eli Keke og önnur umdeild atvik.

„Við spilum ansi stóran hluta seinni hálfleiks tveimur færri og gerum það ofboðslega vel. Í þeirri stöðu þá jöfnum við leikinn og fengum færin til að komast yfir líka. Það er ekki létt að standast ágjöf með tveimur manni færri svona lengi. Vissulega er rigning en ekki það mikill vindur sem hafði áhrif á leikinn. Heilt yfir vorum við betri aðilinn í dag."

„Þetta eina stig gefur okkur helling því leikurinn var eins og hann var. Það er ekki annað í stöðunni en að byggja ofan á þetta. Við verðskulduðum meira og vorum betri en þeir."

Nánar er rætt við Gunnar hér fyrir ofan.
Athugasemdir