Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 05. júní 2021 19:31
Victor Pálsson
Gunni Einars: Réttlætir ekki að hann snúi sér við og ýti í andlit andstæðings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings Ó, sá sína menn fá eitt stig á heimavelli gegn Þór í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  2 Þór

Víkingur endaði leikinn tveimur mönnum færri en Emmanuel Eli Keke fékk rautt spjald á 51. mínútu og svo 20 mínútum seinna var Kareem Isiaka rekinn af velli.

Gunnar segir að spjald Kareem hafi verið verðskuldað en var heilt yfir ekki nógu sáttur með dómgæslu leiksins.

Á 18. mínútu virtist Alvaro Montejo stíga á ristina á Hlyni Sævari Jónssyni hjá Víkingum en uppskar aðeins gult spjald frá dómara leiksins.

„Ég tel mig vita að reglugerðin sé þannig að þó að það sé búið að dæma brot á Þórsarann þá réttlætir það ekki að Kareem snúi sér við og ýti í átt að andliti andstæðingsins sem gerir það að verkum að hann fellur," sagði Gunnar og ræddi í kjölfarið um fyrra rauða spjald Emmanuel Eli Keke og önnur umdeild atvik.

„Við spilum ansi stóran hluta seinni hálfleiks tveimur færri og gerum það ofboðslega vel. Í þeirri stöðu þá jöfnum við leikinn og fengum færin til að komast yfir líka. Það er ekki létt að standast ágjöf með tveimur manni færri svona lengi. Vissulega er rigning en ekki það mikill vindur sem hafði áhrif á leikinn. Heilt yfir vorum við betri aðilinn í dag."

„Þetta eina stig gefur okkur helling því leikurinn var eins og hann var. Það er ekki annað í stöðunni en að byggja ofan á þetta. Við verðskulduðum meira og vorum betri en þeir."

Nánar er rætt við Gunnar hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner