Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   lau 05. júní 2021 19:31
Victor Pálsson
Gunni Einars: Réttlætir ekki að hann snúi sér við og ýti í andlit andstæðings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings Ó, sá sína menn fá eitt stig á heimavelli gegn Þór í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  2 Þór

Víkingur endaði leikinn tveimur mönnum færri en Emmanuel Eli Keke fékk rautt spjald á 51. mínútu og svo 20 mínútum seinna var Kareem Isiaka rekinn af velli.

Gunnar segir að spjald Kareem hafi verið verðskuldað en var heilt yfir ekki nógu sáttur með dómgæslu leiksins.

Á 18. mínútu virtist Alvaro Montejo stíga á ristina á Hlyni Sævari Jónssyni hjá Víkingum en uppskar aðeins gult spjald frá dómara leiksins.

„Ég tel mig vita að reglugerðin sé þannig að þó að það sé búið að dæma brot á Þórsarann þá réttlætir það ekki að Kareem snúi sér við og ýti í átt að andliti andstæðingsins sem gerir það að verkum að hann fellur," sagði Gunnar og ræddi í kjölfarið um fyrra rauða spjald Emmanuel Eli Keke og önnur umdeild atvik.

„Við spilum ansi stóran hluta seinni hálfleiks tveimur færri og gerum það ofboðslega vel. Í þeirri stöðu þá jöfnum við leikinn og fengum færin til að komast yfir líka. Það er ekki létt að standast ágjöf með tveimur manni færri svona lengi. Vissulega er rigning en ekki það mikill vindur sem hafði áhrif á leikinn. Heilt yfir vorum við betri aðilinn í dag."

„Þetta eina stig gefur okkur helling því leikurinn var eins og hann var. Það er ekki annað í stöðunni en að byggja ofan á þetta. Við verðskulduðum meira og vorum betri en þeir."

Nánar er rætt við Gunnar hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner