Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 05. júní 2021 19:31
Victor Pálsson
Gunni Einars: Réttlætir ekki að hann snúi sér við og ýti í andlit andstæðings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings Ó, sá sína menn fá eitt stig á heimavelli gegn Þór í Lengjudeild karla í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  2 Þór

Víkingur endaði leikinn tveimur mönnum færri en Emmanuel Eli Keke fékk rautt spjald á 51. mínútu og svo 20 mínútum seinna var Kareem Isiaka rekinn af velli.

Gunnar segir að spjald Kareem hafi verið verðskuldað en var heilt yfir ekki nógu sáttur með dómgæslu leiksins.

Á 18. mínútu virtist Alvaro Montejo stíga á ristina á Hlyni Sævari Jónssyni hjá Víkingum en uppskar aðeins gult spjald frá dómara leiksins.

„Ég tel mig vita að reglugerðin sé þannig að þó að það sé búið að dæma brot á Þórsarann þá réttlætir það ekki að Kareem snúi sér við og ýti í átt að andliti andstæðingsins sem gerir það að verkum að hann fellur," sagði Gunnar og ræddi í kjölfarið um fyrra rauða spjald Emmanuel Eli Keke og önnur umdeild atvik.

„Við spilum ansi stóran hluta seinni hálfleiks tveimur færri og gerum það ofboðslega vel. Í þeirri stöðu þá jöfnum við leikinn og fengum færin til að komast yfir líka. Það er ekki létt að standast ágjöf með tveimur manni færri svona lengi. Vissulega er rigning en ekki það mikill vindur sem hafði áhrif á leikinn. Heilt yfir vorum við betri aðilinn í dag."

„Þetta eina stig gefur okkur helling því leikurinn var eins og hann var. Það er ekki annað í stöðunni en að byggja ofan á þetta. Við verðskulduðum meira og vorum betri en þeir."

Nánar er rætt við Gunnar hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner