Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 05. ágúst 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 1. sæti - „Stærsta augnablik í sögu English Premiership"
Manchester City
Erling Braut Haaland var keyptur til Manchester City í sumar.
Erling Braut Haaland var keyptur til Manchester City í sumar.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne er magnaður leikmaður.
Kevin de Bruyne er magnaður leikmaður.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Joao Cancelo.
Bakvörðurinn Joao Cancelo.
Mynd: EPA
Hallur Hallsson er stuðningsmaður City.
Hallur Hallsson er stuðningsmaður City.
Mynd: Úr einkasafni
Augnablik sem lifir í minningunni.
Augnablik sem lifir í minningunni.
Mynd: Getty Images
City er ríkjandi Englandsmeistari.
City er ríkjandi Englandsmeistari.
Mynd: Getty Images
Hvað gerir Grealish á komandi leiktíð? Það verður spennandi að sjá.
Hvað gerir Grealish á komandi leiktíð? Það verður spennandi að sjá.
Mynd: Getty Images
City ætlar sér að vinna deildina þriðja árið í röð.
City ætlar sér að vinna deildina þriðja árið í röð.
Mynd: EPA
Veislan er hafin, enska úrvalsdeildin hófst í kvöld þegar Arsenal vann mjög flottan útisigur á Crystal Palace.

Líkt og síðustu ár, þá höfum við kynnt liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við höfum líka heyrt í stuðningsfólki hvers lið og tekið púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Við spáum því að Manchester City muni verja titilinn og vinna þann þriðja í röð.

Um Man City: Hvað er hægt að segja? Eru búnir að byggja upp algjört heimsklassa lið og eru með einn af tveimur bestu stjórum í heimi, mögulega þann besta. Lið sem hefur unnið enska meistaratitilinn síðustu tvö árin og núna eru þeir búnir að bæta norsku markamaskínunni Erling Braut Haaland við. Verður hægt að stoppa þetta?

Það hefur mikið gerst á leikmannamarkaðnum hjá City í sumar og félagið hefur selt leikmenn sem hafa verið mikilvægir í hópnum síðustu ár. Ber þar helst að nefna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling sem fór til Chelsea. City er samt sem áður áfram með gríðarlega sterkan hóp.

Komnir:
Erling Haaland frá Borussia Dortmund - 51,5 milljónir punda
Kalvin Phillips frá Leeds - 42 milljónir punda
Julián Álvarez frá River Plate - var á láni
Stefan Ortega frá Arminia Bielefeld - frítt

Farnir:
Raheem Sterling til Chelsea - 50 milljónir punda
Gabriel Jesus til Arsenal - 45 milljónir punda
Oleksandr Zinchenko til Arsenal - 30 milljónir punda
Roméo Lavia til Southampton - 12 milljónir punda
Gavin Bazunu til Southampton - 12 milljónir punda
Pedro Porro til Sporting - 7,2 milljónir punda
Darko Gyabi til Leeds - 5 milljónir punda
Ko Itakura til Borussia Mönchengladbach - 4,2 milljónir punda
Aro Muric til Burnley - 2,5 milljónir punda
Nahuel Bustos til São Paulo - á láni
James McAtee til Sheffield United - á láni
Yangel Herrera til Girona - á láni
Pablo Moreno til Maritimo - óuppgefið kaupverð
Yan Couto til Girona - á láni
Zack Steffen til Middlesbrough - á láni
Lewis Fiorini til Blackpool - á láni
Callum Doyle til Coventry - á láni
Tommy Doyle til Sheffield United á láni
Taylor Harwood-Bellis til Burnley - á láni
Fernandinho til Atlético Paranaense - frítt
Jayden Braaf til Borussia Dortmund - frítt

Lykilmenn: Joao Cancelo, Kevin de Bruyne og Erling Braut Haaland eru allir leikmenn í heimsklassa og jafnvel þeir bestu í heiminum í sinni stöðu. Cancelo er fjölhæfur bakvörður sem líður vel með að spila Guardiola boltann. De Bruyne er skapandi miðjumaður sem er sá besti í heimi í sinni stöðu og Haaland er markamaskína sem hefur skorað hvert sem hann hefur farið, en það er samt spurning hvernig hann mun finna sig í enska boltanum.



Byrjaði að halda með Manchester City árið 1967
Hallur Hallsson, fréttamaður og sagnfræðingur, er mikill stuðningsmaður Manchester City. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um sitt lið.

Ég byrjaði að halda með Man City af því að... Ég byrjaði að halda með Manchester City árið 1967. Faðir minn Hallur Símonarson hsím blaðamaður á Tímanum var fyrstur til að skrifa um enska boltann hér á landi. Hann fylgdist með stuttbylgjusendingum BBC World Service og hélt með Manchester United. Sumarið 1967 var talað um New Power in the North, Manchester City sem varð mitt lið. ManCity varð enskur meistari vorið 1968, vann FA Cup 1969 og League Cup og European Cup Winners Cup 1970. Í um 20 ára skeið var Man City með eitt besta lið Englands en á tíunda áratugnum lenti klúbburinn í djúpri lægð vegna óstjórnar eigenda og féll alla leið í 3. deild, en vann dramatískan úrslitaleik á Wembley 1999 gegn Gillingham sem komst í 2-0 á 88. mínútu. Kevin Horlock minnkaði muninn á 89:40 og Paul Dickov jafnaði á 94.10. City vann í vítaspyrnukeppni og komst upp úr 3. deild sem hún hét þá og fór beint upp í 1. deild 2001 undir stjórn Joe Royle.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Tímabilið 2021-22 var stórbrotið, enskur meistari á Etihad með því að skora þrjú mörk á 5:30 mínútum eftir að hafa lent undir 2-0 gegn Aston Villa undir stjórn Steven Gerrard. City vann sinn sjötta titil á tíu árum og fjórða titil á fimm árum undir stjórn Pep Guardiola. Fótbolti er óútreiknanlegur líkt og City fékk að reyna í Madríd stuttu áður. City fékk á sig tvö mörk á 90 sekúndum í uppbótartíma gegn Real Madrid. Það voru mikil vonbrigði en til þess að vinna Meistaradeildina þarf heppni og City var ótrúlega óheppið gegn Real.

Við stuðningsmenn City eru fullir bjartsýni. City upp Barcelona módelið með því að ráða Ferran Soriano og Txiki Begiristain haustið 2012. Árið 2016 kom Pep Guardiola og City hefur styrkst jafnt og þétt, án vafa besta lið Englands. City hefur byggt upp magnaða Akademíu. Í vor urðu unglingalið City enskir meistarar í U-21, U-18, U-16 og U-10. City U-16 vann enska FA- Cup, Tottenham 6-0 í úrslitum. Þá átti City sjö leikmenn í enska kvennalandsliðinu sem varð Evrópumeistari á dögunum.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig var það? Ég fór á Maine Road og sá City vinna Bolton 2-0 árið 2003 en nokkrum mánuðum síðar flutti félagið til Eastlands með því að gera 250 ára leigusamning við borgaryfirvöld. Ég var á Etihad í maí 2012 þegar City vann enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 44 ár með því að skora tvö mörk gegn QPR í uppbótatíma. Edin Dzeko 91:40 og Sergio Aguero 93:20. City hrifsaði titilinn frá Manchester United. Við vorum nokkrir tugir City stuðningsmenn í Manchester. Fyrir leikinn vorum við nokkrir í viðtali við Sky, spurðir hvað við værum að gera. Menn svöruðu: Sjá City taka titilinn. Mér brá svo ég tók orðið og sagði hina gamalkunnu setningu: 'It ain’t over until the Fat Lady sings'. City puðaði og puðaði í 90 mínútur en skoraði svo tvö mörk á 100 sekúndum. Ótrúlegur endir og stærsta augnablik í sögu English Premiership. Ógleymanlegur leikur, algerlega ógleymanlegur.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Uppáhaldsleikmaður minn er kóngurinn Kevin de Bruyne, magnaður snillingur.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur?
Miklar vonir eru bundnar við norska Hálendinginn.

Hversu mörg mörk mun Haaland skora á tímabilinu? Ég er nokkuð viss um að Erling Braut Haaland mun skora yfir 25 mörk á tímabilinu.

Í hvaða sæti mun Man City enda á tímabilinu? Ég spái City Englandsmeistaratitli.




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. Manchester City, 198 stig
2. Liverpool, 190 stig
3. Tottenham, 175 stig
4. Manchester United, 164 stig
5. Arsenal, 163 stig
6. Chelsea, 160 stig
7. West Ham, 133 stig
8. Leicester, 123 stig
9. Newcastle, 115 stig
10. Aston Villa, 99 stig
11. Wolves, 96 stig
12. Brighton, 94 stig
13. Crystal Palace, 90 stig
14. Everton, 61 stig
15. Southampton, 55 stig
16. Leeds, 53 stig
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Enski boltinn - Tekur City þann þriðja í röð?
Athugasemdir
banner
banner
banner