Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 05. september 2021 15:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Laugi Bald: Höldum áfram meðan möguleiki er
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er ánægður með liðið, við gerðum vel og spiluðum góðan seinni hálfleik þannig þetta var góður sigur" Sagði Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar eftir mjög mikilvægan 5-2 sigur á Víkingum frá Ólafsvík.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  2 Víkingur Ó.

Í stöðunni 2-1 fyrir Víkingi þegar rúmur hálftími er eftir af leiknum fá Þróttarar vítaspyrnu og þá breyttist leikurinn og Þróttarar gengu á lagið.

"Það gaf okkur aukinn kraft og síðasti hálftíminn var sérstaklega góður, við fórum aðeins breiðar í uppspilinu og sköpuðum okkur þannig pláss því við erum með öfluga kantmenn sem eru góðir í einn á einn stöðu og kláruðum sóknirnar okkar miklu betur"

Sam Ford einn besti leikmaður Þróttara fékk rautt spjald alveg undir lokin.

"Ég sá hann fór í boltann en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort hann tekur manninn líka og auðvitað er ég fúll yfir því þetta skildi vera rautt spjald"

Laugi hlýtur að hafa verið ánægður með hvernig hans lið kom út í seinni hálfleikinn, marki undir og fall í 2. deild undir ef Þróttur hefði ekki unnið leikinn.

"Já ég held að menn hafi farið aðeins of mikið fram úr sér eftir að við skorum svona snemma að þá héldu menn að það væri nóg að spila bara sóknarleik en við gleymdum að spila varnarleikinn fannst mér í fyrri hálfleik"

Vonin lifir ennþá fyrir Þróttara sem þurfa að vinna síðustu tvo leiki sína til þess að halda sæti sínu í deildinni.

"Við höldum áfram meðan að einhver möguleiki er, það er ekki spurning"
Athugasemdir
banner
banner