Þórsarar eru í erfiðri stöðu einir á botni Pepsi-deildarinnar eftir 0-2 tap gegn Fram í leik tveggja neðstu liða deildarinnar.
Þórsarar eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti og falldraugurinn sveimar yfir Akureyri.
Þórsarar eru nú fjórum stigum frá öruggu sæti og falldraugurinn sveimar yfir Akureyri.
„Mér fannst við ekki halda boltanum vel og menn voru ragir við að fá boltann í lappirnar og komast hærra á völlinn. Fyrsta mark leiksins datt hinumegin og þá var þetta orðið þungt. Þetta er eins sárt og hugsast getur," sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs eftir leik.
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir hann sig meðal annars um rauðu spjöldin tvö í leiknum. Í lokin fengu Chuck í Þór og Tryggvi Sveinn Bjarnason í Fram báðir rautt eftir viðskipti þeirra á milli.
Athugasemdir