Elvar Geir Magnússon skrifar frá Bern
„Þetta var einn ótrúlegasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," sagði Birkir Bjarnason eftir 4-4 jafnteflið í Sviss í kvöld.
„Tilfinningin er frábær núna. Þetta var erfitt í hálfleik en við sýnum að við erum með rosalega sterkan karakter. Þetta er ótrúlegur hópur með mikla hæfileika. Það er bara bjart framundan."
„Mikilvægasti leikurinn er leikurinn gegn Albaníu á þriðjudaginn. Leikurinn í dag var bara bónus."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















