Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 07. júní 2020 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Árni: Held að Kári hefði getað fengið rautt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög sætt. Það er gott að sækja þennan sigur. Ég fékk að vita í gær að ég myndi byrja," sagði Stefán Árni Geirsson sem byrjaði leikinn í liði KR. KR lagði Víking R. í Meistarakeppni KSÍ í kvöld.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr leiknum - ATH: Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Víkingur R.

Stefán fékk gult spjald fyrir tæklingu á Kára Árnasyni undir lok fyrri hálfleiks. Í kjölfarið vildu KR-ingar fá rautt spjald á Kára. Hvað gerist?

„Ég hætti ekki að renna, ég ætlaði ekki að fara í hann en svona gerist bara. Síðan fer hann eitthvað í mig, smá hiti í þessu. Ég ætlaði aldrei að fara svona illa í hann."

Fannst Stefáni Kári eiga að fá rautt spjald?

„Ja, ég held það. Held alveg að hann hefði getað fengið rautt fyrir þetta ef dómarinn hefði séð þetta. Mér fannst líka þriðji dómarinn sjá þetta."

Sjá einnig:
Kári Árna: Reyna að varpa sviðsljósinu yfir á mig

Stefán var að lokum spurður út í sumarið hjá KR. Á síðustu leiktíð var hann að láni hjá Leikni R. í næstefstu deild. Hvernig er tilfinningin að koma inn í þetta sumar?

„Hún er svolítið öðruvísi. Það er ótrúlega gaman að vera í Leikni og mjög vel tekið á móti manni. Þetta er aðeins meira krefjandi núna. [Að fara til Leiknis] var áskorun sem ég þurfti á þeim tíma. Ég ætla að gera eins vel og ég get í sumar, alveg eins og ég gerði hjá Leikni," sagði Stefán að lokum.
Athugasemdir
banner
banner