„Þetta er mjög sætt. Það er gott að sækja þennan sigur. Ég fékk að vita í gær að ég myndi byrja," sagði Stefán Árni Geirsson sem byrjaði leikinn í liði KR. KR lagði Víking R. í Meistarakeppni KSÍ í kvöld.
Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr leiknum - ATH: Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr leiknum - ATH: Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Lestu um leikinn: KR 1 - 0 Víkingur R.
Stefán fékk gult spjald fyrir tæklingu á Kára Árnasyni undir lok fyrri hálfleiks. Í kjölfarið vildu KR-ingar fá rautt spjald á Kára. Hvað gerist?
„Ég hætti ekki að renna, ég ætlaði ekki að fara í hann en svona gerist bara. Síðan fer hann eitthvað í mig, smá hiti í þessu. Ég ætlaði aldrei að fara svona illa í hann."
Fannst Stefáni Kári eiga að fá rautt spjald?
„Ja, ég held það. Held alveg að hann hefði getað fengið rautt fyrir þetta ef dómarinn hefði séð þetta. Mér fannst líka þriðji dómarinn sjá þetta."
Sjá einnig:
Kári Árna: Reyna að varpa sviðsljósinu yfir á mig
Stefán var að lokum spurður út í sumarið hjá KR. Á síðustu leiktíð var hann að láni hjá Leikni R. í næstefstu deild. Hvernig er tilfinningin að koma inn í þetta sumar?
„Hún er svolítið öðruvísi. Það er ótrúlega gaman að vera í Leikni og mjög vel tekið á móti manni. Þetta er aðeins meira krefjandi núna. [Að fara til Leiknis] var áskorun sem ég þurfti á þeim tíma. Ég ætla að gera eins vel og ég get í sumar, alveg eins og ég gerði hjá Leikni," sagði Stefán að lokum.
Athugasemdir























