BÍ/Bolungarvík tapaði gegn Víkingi Reykjavík í Borgunarbikarnum í kvöld. Heimamenn spiluðu agaðan varnarleik, sem þó dugði ekki að lokum.
"Við gerðum vel í fyrihálfleik og okkar gameplan gekk nokkurnveginn upp, en þeir skoruðu bara strax og , bara fljótlega þarna í seinni hálfleik og eftir það var þetta erfitt fyrir okkur. Við gáfum aðeins eftir og féllum langt frá mönnum okkar og hérna þar af leiðandi var þetta bara mjög erfitt."
BÍ/Bolungarvík lék án Aaron Spear í leiknum, aðspurður um hver ástæðan fyrir því var sagði Jörundur:
"Aaron þurfti að fara heim af persónulegum ástæðum, það eru veikindi í fjölskyldunni, hann fór heim í dag, hann hefði átt að ná að spila leikinn í gær hefði hann verið í gær, en það var búið arisera því að hann færi heima í dag og við fáum hann bara vonandi fljótt aftur, en já það eru bara persónuleg mál sem hann þurfti að sinna."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir






















