Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 08. júlí 2021 20:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Klárlega lið sem við eigum að fara áfram á móti
Davíð við hlið Óla Jóh.
Davíð við hlið Óla Jóh.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Frábær tilfinning að vinna loksins leik. Ég held það sé kominn einn og hálfur mánuður síðan (ef frá er talinn bikarsigurinn gegn Njarðvík). Maður sá það inn í klefa að leikmönnum var létt, alveg eins og manni sjálfum og okkur í þjálfarateyminu. Það er bara frábær tilfinning."

„Margt gott við þennan leik, ýmislegt sem við getum gert betur en við sáum það klárlega að þetta er lið sem við eigum að fara áfram á móti,"
sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

„Já, mér fannst við betri í fyrri hálfleik en svo fannst mér þetta jafnast aðeins út í seinni hálfleik. Þetta var allt í lagi, leikurinn var jafn en mér finnst við vera með betra lið en þeir," sagði Davíð aðspurður hvort honum hafi fundist sitt lið vera betra liðið á vellinum í dag.

Einkenni liða sem eru að ströggla
Það var ákveðið taktleysi í leik FH á köflum, sendingar sem virkuðu einfaldar voru að klikka og vantaði að tengja betur milli manna.

„Ég er sammála því, það sem við vildum gera var að láta þá spila út frá markmanni. Við vildum fá þá út á vinstri hliðina þeirra og setja pressu á það þannig. Það virkaði mjög vel og ég veit ekki hversu oft við unnum boltann þegar þeir reyndu að setja boltann út á vængmanninn sinn og Pétur var mættur og vann boltann. Við fengum álitlegar sóknir út frá því."

..Það vantaði að tengja fleiri sendingar og hitta á samherja. Það er oft einkenni þeirra liða sem eru að ströggla en ég er alveg viss um að þessi sigur mun gefa okkur ennþá meira sjálfstraust. Úti í Írlandi ætlum við að halda sömu ákefð, varnarleikurinn þarf að vera jafngóður en svo þurfum við að bæta ofan á sóknarlega, vera öflugri þar og halda boltanum betur inn á liðsins."


Hjálpaði að spila manni fleiri
Fyrirliði Sligo fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik og FH lék manni fleir lokamínúturnar. Það hjálpaði aðeins?

„Já, klárlega. Þetta var búið að jafnast dálítið út í seinni hálfleik og þeir voru síst lakari á kaflanum áður en hann er rekinn út af. Það hjálpaði klárlega."

Geta leyft sér að liggja aðeins til baka
Hvernig verður undirbúningurinn fyrir seinni leikinn?

„Að sjálfsögðu er gott að fara með 1-0 forskot inn í seinni leikinn og við munum halda áfram að drilla það sem við viljum gera. Við þurfum að vera solid varnarlega, við getum bætt skyndisóknum við okkar leik og leyft okkur að liggja aðeins til baka. Eins og við sáum í þessum leik eru klárlega möguleikar í því og við þurfum aðeins að vinna í því. Við þurfum að halda 'shapei' í leiknum á fimmtudaginn og þá er ég viss um að við förum áfram úr þessu einvígi," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner