" Þetta er klárlega langt frá því sem við höfum verið að sýna í síðustu leikjum, þetta er bara svekkjandi og þetta sýnir við verðum að gera okkur meira ready fyrir næsta tímabil" Sagði Viktor Bjarki Daðason ungur og efnilegur framherji Framara í viðtali við Fótbolta.net eftir leik Fylkis og Fram í lokaumferð Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: Fylkir 5 - 1 Fram
"Við erum búnir að vera nokkuð öflugir í þessum neðri hluta og ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis hérna í dag en kemur ekki allt á enda? Við héldum okkur samt uppi, sem betur fer"
Viktor Bjarki sem er aðeins í 10unda bekk og fæddur árið 2008 hefur komið inn á í fjórum leikjum í sumar í rúmar 65 mínútur samtals og er því yngsti leikmaður í sögu meistarflokks Fram frá upphafi. Þessar mínútur komu allar undir stjórn Ragga Sig eftir að hann tók við liðinu af Jóni Sveinssyni, en Raggi hefur verið að gefa ungum Frömurum mörg tækifæri inn á vellinum.
"Það bara heldur minni þróun áfram sem leikmaður og ég get ekki beðið eftir að fá fleiri mínútur með uppáhalds félaginu mínu, bara ótrúlega gaman að fá að koma inn á og fá að hlaupa aðeins og gera það sem ég elska"
"Raggi veit alveg hvað í mér býr og hann treystir mér til að spila í þessu leikkerfi og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það"
Ekki margir hafa séð til Viktors en hann til að mynda skoraði 12 mörk í 20 leikjum í 2.flokki þar sem hann er að spila við leikmenn sem eru 2-4 árum eldri en hann.
"Ég er bara kraftmikill, stór og stæðilegur miðað við hæðina mína. Ég er mjög hraður, tæknilega góður og get skotið og sent boltann"
Viktor hefur farið á reynslu hjá FCK og útsendarar komið til landsins frá FCK til að skoða kappann, fer hann út eftir 10. bekk?
"Ég get ekki alveg talað um það en það gæti vel verið að ég fari út"
"Það er gæðamunur, maður sér það um leið og maður kemur það er allt miklu fagmannlegara, hraðari fótbolti og bara gríðarlega gaman að fara til FCK á reynslu"
Athugasemdir























