Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   þri 09. júlí 2019 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Rós: Breiðablik vildi þetta meira
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst alveg skemmtilegt að spila leikinn. Við gerðum okkar besta. Við fórum auðvitað í leikinn til að vinna en Breiðablik vildi þetta aðeins meira,“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, eftir 5-0 tap gegn Breiðablik í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fylkir

Fylkisliðið fékk mark á sig strax á 5. mínútu en náði að verjast nokkuð vel gegn sterku liði Blika í fyrri hálfleik. Allt þar til Agla María náði að skora annað mark Breiðabliks rétt fyrir hálfleik. Það var ekki sami kraftur í Fylkisliðinu í seinni hálfleiknum og Blikar náðu að skapa sér fjölmörg marktækifæri.

„Við ætluðum bara að fara í seinni hálfleikinn eins og þann fyrri. Kannski var hugarfarið ekki alveg í lagi. Mér fannst við ekki nógu grimmar í seinni hálfleik og mér fannst Breiðablik bara virkilega vilja vinna þetta,“ sagði Berglind Rós.

Nú er Íslandsmótið hálfnað og Fylkisliðið situr í 8. sæti með 7 stig, stigi meira en HK/Víkingur og KR sem sitja í fallsætunum. Við spurðum Berglindi Rós hvort hún væri sátt við uppskeruna þennan fyrri hluta móts.

„Já og nei. Auðvitað viljum við vera með fleiri stig en við höldum bara áfram. Það er nóg af leikjum eftir.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Berglindi Rós í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir