Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   þri 09. júlí 2019 22:24
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Rós: Breiðablik vildi þetta meira
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst alveg skemmtilegt að spila leikinn. Við gerðum okkar besta. Við fórum auðvitað í leikinn til að vinna en Breiðablik vildi þetta aðeins meira,“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, eftir 5-0 tap gegn Breiðablik í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fylkir

Fylkisliðið fékk mark á sig strax á 5. mínútu en náði að verjast nokkuð vel gegn sterku liði Blika í fyrri hálfleik. Allt þar til Agla María náði að skora annað mark Breiðabliks rétt fyrir hálfleik. Það var ekki sami kraftur í Fylkisliðinu í seinni hálfleiknum og Blikar náðu að skapa sér fjölmörg marktækifæri.

„Við ætluðum bara að fara í seinni hálfleikinn eins og þann fyrri. Kannski var hugarfarið ekki alveg í lagi. Mér fannst við ekki nógu grimmar í seinni hálfleik og mér fannst Breiðablik bara virkilega vilja vinna þetta,“ sagði Berglind Rós.

Nú er Íslandsmótið hálfnað og Fylkisliðið situr í 8. sæti með 7 stig, stigi meira en HK/Víkingur og KR sem sitja í fallsætunum. Við spurðum Berglindi Rós hvort hún væri sátt við uppskeruna þennan fyrri hluta móts.

„Já og nei. Auðvitað viljum við vera með fleiri stig en við höldum bara áfram. Það er nóg af leikjum eftir.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Berglindi Rós í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner