Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 09. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Hermanns: Þarf að svara fyrir gagnrýnina á vellinum
Icelandair
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það er alltaf gott að koma hingað heim í Laugardalinn. Það er margt sem þarf að bæta úr síðasta leik og mikill lærdómur sem við getum dregið af honum," sagði Hjörtur Hermannsson við Fótbolta.net í dag um 4-2 tapið gegn Albaníu í síðasta leik í undankeppni EM.

Hjörtur hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum að undanförnu en hann fékk talsverða gagnrýni eftir leikinn í Albaníu. Átti sú gagnrýni rétt á sér?

„Það er aðallega ykkar fjölmiðlanna að dæma hvort hún hafi átt rétt á sér eða ekki. Ég þarf að svara fyrir hana inni á vellinum. Það var hellingur af lærdómi sem við getum dregið af þessum leik bæði sem lið og ég persónulega".

„Ég ætla að halda áfram og svara fyrir þetta í næsta leik. Svona leikir koma í fótbolta og eina leiðin er að svara fyrir það í næsta leik. Það er hausinn upp, kassann út og áfram gakk."


Ísland fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudaginn en Kylian Mbappe, ein skærasta stjarna heimsmeistaranna, verður ekki með vegna meiðsla.

„Þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og hafa úr aragrúa leikmann að velja. Það kemur maður í manns stað en hann er toppleikmaður á toppstað og það er fínt ef það er farið að höggva skörð í þeirra hóp," sagði Hjörtur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner