Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   mið 09. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Hermanns: Þarf að svara fyrir gagnrýnina á vellinum
Icelandair
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það er alltaf gott að koma hingað heim í Laugardalinn. Það er margt sem þarf að bæta úr síðasta leik og mikill lærdómur sem við getum dregið af honum," sagði Hjörtur Hermannsson við Fótbolta.net í dag um 4-2 tapið gegn Albaníu í síðasta leik í undankeppni EM.

Hjörtur hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum að undanförnu en hann fékk talsverða gagnrýni eftir leikinn í Albaníu. Átti sú gagnrýni rétt á sér?

„Það er aðallega ykkar fjölmiðlanna að dæma hvort hún hafi átt rétt á sér eða ekki. Ég þarf að svara fyrir hana inni á vellinum. Það var hellingur af lærdómi sem við getum dregið af þessum leik bæði sem lið og ég persónulega".

„Ég ætla að halda áfram og svara fyrir þetta í næsta leik. Svona leikir koma í fótbolta og eina leiðin er að svara fyrir það í næsta leik. Það er hausinn upp, kassann út og áfram gakk."


Ísland fær Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudaginn en Kylian Mbappe, ein skærasta stjarna heimsmeistaranna, verður ekki með vegna meiðsla.

„Þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og hafa úr aragrúa leikmann að velja. Það kemur maður í manns stað en hann er toppleikmaður á toppstað og það er fínt ef það er farið að höggva skörð í þeirra hóp," sagði Hjörtur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir