Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   sun 09. desember 2018 05:55
Hafliði Breiðfjörð
Tommadagurinn er í dag - Beint á SportTV
Mynd: .
Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Bjarni Ben eru meðal leikmanna í styrktarleik Tómasar Inga Tómassonar í Egilshöll í dag.

Í myndbandinu að ofan er rætt við Tómas Inga um verkefnið.

09:45 - 10:45 Opin æfing
Knattþrautir í umsjón Eyjólfs Sverris, Rúnars Kristins, Arnars Grétars og þjálfara yngri flokka Fylkis. Frábært tækifæri fyrir fótboltakrakka á aldrinum 6 - 12 ára. 1000 krónur á barn við innganginn.

11:00 Úrslitaleikur Tommamótsins
Pressulið Rúnars Kristins gegn landsliði Eyjólfs Sverrissonar. Leikurinn verður í beinni á SportTV, Gummi Ben og Maggi Gylfa lýsa leiknum. Dómarar Kristinn Jakobsson, Jóhann Gunnar Guðmundsson og Viðar Helgason. Frjáls framlög við innganginn.

Þau sem komast ekki á leikinn en vilja styrkja verkefnið geta lagt inn á reikning 528-14-300 kt. 070669-4129. Frjáls framlög.

Tómas Ingi sem er yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015.

Tommi var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg. Árið 2018 hefur verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tommi hefur eytt yfir 200 dögum inni á spítala frá því í apríl. Hann bíður nú þess að komast í aðgerð í Þýskalandi þar sem síðustu 4 aðgerðir hérlendis hafa ekki skilað árangri.

Ofan á allt þetta hafa svo bæst fjárhagsáhyggjur og því er komið að okkur; vinum, velunnurum og ættingjum að leggjast á eitt til að styðja Tomma og fjölskyldu hans.
Athugasemdir
banner