HK tapaði 1-5 fyrir Fylki í Lengjubikarnum í kvöld. Árbæjarliðið var komið þremur mörkum yfir eftir aðeins tíu mínútna leik.
„Þeir áttu þrjú skot og skoruðu þrjú mörk í byrjun. Þá var leikurinn búinn þannig og í seinni hálfleik var þetta spurningin um að klára leikinn. Það voru tíu mínútur sem mistókust. Ef þeir skora úr öllum svona færum í sumar verða þeir Íslandsmeistarar," segir Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK sem er nýliði í 1. deild.
„Við eigum nokkuð í land að ná þeim betri liðum sem við erum að leita eftir í okkar deild. En við erum að reyna og við erum að æfa. Við erum í réttri átt að fá beinagrind á hópinn okkar en það er enn langt í land."
Hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir






















