„Eiginlega ekki, ekki nema skora fleiri mörk," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. „Þetta var virkilega fagmannleg frammistaða í alla staði og margar hliðar á Víkingum í kvöld. Ég var mjög ánægður með strákana í kvöld á virkilega erfiðum útivelli á móti spræku liði."
Í draumaheimi hefði Arnar viljað að sínir menn hefðu drepið leikinn fyrr. „Við vorum að klúðra smá af færum og upphlaupum. Seinna markið kom aðeins of seint fyrir minn smekk. Ingvar þurfti reyndar að bjarga 1-2 eins og hann er búinn að gera oft fyrir okkur. En þetta var þroskandi frammistaða sem gefur góð fyrirheit fyrir sumarið. Ég hef verið að reyna nýja hluti og það hefur gengið upp og ofan í vetur en ekki afskrifa Víkingana."
Í draumaheimi hefði Arnar viljað að sínir menn hefðu drepið leikinn fyrr. „Við vorum að klúðra smá af færum og upphlaupum. Seinna markið kom aðeins of seint fyrir minn smekk. Ingvar þurfti reyndar að bjarga 1-2 eins og hann er búinn að gera oft fyrir okkur. En þetta var þroskandi frammistaða sem gefur góð fyrirheit fyrir sumarið. Ég hef verið að reyna nýja hluti og það hefur gengið upp og ofan í vetur en ekki afskrifa Víkingana."
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 2 Víkingur R.
Arnar gerði fjórar breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Breiðabliki í Meistarakeppni KSÍ fyrir sex dögum síðan.
„Við lærðum það í fyrra þegar við lentum í öllum þessum meiðslum, það eina sem hélt okkur gangandi var hversu öflugt byrjunarliðið var. Það var af því menn voru búnir að fá margar mínútur yfir vetrartímann. Sumir gera þetta öðruvísi, ég vil gera þetta svona. Það er erfitt að láta leikmenn koma inn í liðið sem eru ekkert búnir að spila. Þetta var gott tækifæri fyrir marga stráka að spila á móti eins sterku liði og Blikar eru. Við töpuðum þeim leik bara 3-2, þetta var enginn heimsendir."
„Svo koma stóru karlarnir inn í þennan leik. Matti átti mjög góða frammistöðu í þessum leik og að fá Niko (Nikolaj Hansen) til baka, markakónginn frá '21 er gulls ígildi, Pablo er alltaf Pablo og svo gleyma menn Davíð Atla," sagði Arnar.
„Nú er hausinn strax settur á Fylki á sunnudaginn. Allir leikir í þessari deild eru mjög erfiðir og algjör veisla. Við lögðum mikið í þennan leik, margir fundir og við vorum búnir að kortleggja Stjörnuna vel. Ég er virkilega ánægður hvernig þjálfarateymið brást við þessum leik og þannig náðum við að innbyrða sigur."
Í fyrra fékk Víkingur einungis eitt stig í þremur leikjum gegn Stjörnunni. „Þeir voru rosalega leiðinlegir við okkur á síðasta tímabili, við áttum í erfiðleikum með þá. Það er karakter í þeim og þeir neita að gefast upp, þeir reyndu fram á síðustu mínútur í leiknum en við lokum þessu nokkuð þægilega í lokin," sagði Arnar. Viðtalið við hann er lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
























