Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 10. júní 2021 22:19
Unnar Jóhannsson
Bjössi Hreiðars: Við ákváðum að stíga aftur á bensíngjöfina
Flottur síðari hálfleikur gerði gæfumuninn
Lengjudeildin
Sigurbjörn var sáttur með sigurinn í kvöld
Sigurbjörn var sáttur með sigurinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var sáttur eftir 3-2 sigur á Þrótti í kvöld. Eftir að jafnt var í hálfleik tóku Grindvíkingar öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sanngjarnan sigur.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Grindavík

„Geggjað, vinna öfluga Þróttara. Þeir eru með mjög beinskeytta stráka. Ég er gríðarlega ánægður með að koma hingað og ná í þrjú stig og skora þrjú mörk og hefðum átt að skora fleiri." voru fyrstu viðbrögð Sigurbjörns eftir leik.

Þróttarar voru beittari síðustu mínútur fyrri hálfleiks en sáu ekki til sólar í síðari hálfleik.
„Við ákváðum að stíga aftur á bensíngjöfina, við duttum niður hérna. Þeir voru bara betri en við í lok fyrri hálfleiks og skora fínt mark. Við fórum yfir það að mæta aftur til leiks og við gerðum það."

Oddur Ingi Bjarnason var góður í liði gestanna í kvöld og fóru Grindvíkingar mikið upp hans megin, Sigurbjörn var spurður að því hvort það hefði verið planið.
„Já meðal annars, við erum með ákveðnar leiðir og þetta er ein af þeim."

Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Gróttu
„Það leggst mjög vel í mig, Gróttumennirnir eru mjög öflugir. Voru í efstu deild í fyrra og Gústi með þá og þekkir þetta. Þeir eru með eitt af bestu liðunum í þessari deild."

Nánar er rætt við Sigurbjörn í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner