Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fim 10. júní 2021 22:19
Unnar Jóhannsson
Bjössi Hreiðars: Við ákváðum að stíga aftur á bensíngjöfina
Flottur síðari hálfleikur gerði gæfumuninn
Lengjudeildin
Sigurbjörn var sáttur með sigurinn í kvöld
Sigurbjörn var sáttur með sigurinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var sáttur eftir 3-2 sigur á Þrótti í kvöld. Eftir að jafnt var í hálfleik tóku Grindvíkingar öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sanngjarnan sigur.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Grindavík

„Geggjað, vinna öfluga Þróttara. Þeir eru með mjög beinskeytta stráka. Ég er gríðarlega ánægður með að koma hingað og ná í þrjú stig og skora þrjú mörk og hefðum átt að skora fleiri." voru fyrstu viðbrögð Sigurbjörns eftir leik.

Þróttarar voru beittari síðustu mínútur fyrri hálfleiks en sáu ekki til sólar í síðari hálfleik.
„Við ákváðum að stíga aftur á bensíngjöfina, við duttum niður hérna. Þeir voru bara betri en við í lok fyrri hálfleiks og skora fínt mark. Við fórum yfir það að mæta aftur til leiks og við gerðum það."

Oddur Ingi Bjarnason var góður í liði gestanna í kvöld og fóru Grindvíkingar mikið upp hans megin, Sigurbjörn var spurður að því hvort það hefði verið planið.
„Já meðal annars, við erum með ákveðnar leiðir og þetta er ein af þeim."

Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Gróttu
„Það leggst mjög vel í mig, Gróttumennirnir eru mjög öflugir. Voru í efstu deild í fyrra og Gústi með þá og þekkir þetta. Þeir eru með eitt af bestu liðunum í þessari deild."

Nánar er rætt við Sigurbjörn í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir