Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 10. júní 2021 22:19
Unnar Jóhannsson
Bjössi Hreiðars: Við ákváðum að stíga aftur á bensíngjöfina
Flottur síðari hálfleikur gerði gæfumuninn
Lengjudeildin
Sigurbjörn var sáttur með sigurinn í kvöld
Sigurbjörn var sáttur með sigurinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur var sáttur eftir 3-2 sigur á Þrótti í kvöld. Eftir að jafnt var í hálfleik tóku Grindvíkingar öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sanngjarnan sigur.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Grindavík

„Geggjað, vinna öfluga Þróttara. Þeir eru með mjög beinskeytta stráka. Ég er gríðarlega ánægður með að koma hingað og ná í þrjú stig og skora þrjú mörk og hefðum átt að skora fleiri." voru fyrstu viðbrögð Sigurbjörns eftir leik.

Þróttarar voru beittari síðustu mínútur fyrri hálfleiks en sáu ekki til sólar í síðari hálfleik.
„Við ákváðum að stíga aftur á bensíngjöfina, við duttum niður hérna. Þeir voru bara betri en við í lok fyrri hálfleiks og skora fínt mark. Við fórum yfir það að mæta aftur til leiks og við gerðum það."

Oddur Ingi Bjarnason var góður í liði gestanna í kvöld og fóru Grindvíkingar mikið upp hans megin, Sigurbjörn var spurður að því hvort það hefði verið planið.
„Já meðal annars, við erum með ákveðnar leiðir og þetta er ein af þeim."

Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Gróttu
„Það leggst mjög vel í mig, Gróttumennirnir eru mjög öflugir. Voru í efstu deild í fyrra og Gústi með þá og þekkir þetta. Þeir eru með eitt af bestu liðunum í þessari deild."

Nánar er rætt við Sigurbjörn í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner