Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 10. júní 2023 17:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýðir ekki að vera með samsæriskenningar - „Vantar bara gæði"
Lengjudeildin
Þjálfarar Þórsara.
Þjálfarar Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði með okkar frammistöðu eftir frábæran leik á mánudaginn
Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði með okkar frammistöðu eftir frábæran leik á mánudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
 Við höfum verið geggjaðir heima í öllum leikjunum. Það hefur alltaf verið vígi Þórsara og við ætlum að halda því áfram
Við höfum verið geggjaðir heima í öllum leikjunum. Það hefur alltaf verið vígi Þórsara og við ætlum að halda því áfram
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þróttararnir fengu ekki mörg færi en þeir voru bara mjög clinical og gerðu þetta mjög vel. Við vorum ekki nógu góðir, náðum tökum á spilinu í seinni hálfleik en upp á teig þá vantaði gæði. Þeir voru beinskeyttir og kláruðu sína hluti fagmannlega fannst mér. Það fannst mér munurinn á liðunum," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Þrótti á útivelli í dag.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Þór

Þróttarar þéttu raðirnar eftir töp í síðustu leikjum og léku með þrjá miðverði í leiknum í dag.

„Það kom mér aðeins á óvart að þeir fóru í þriggja manna vörn, tók okkur smá tíma að átta okkur á því. Það var óþarfi að láta þetta fara í 3-0, þetta var jafn leikur og ekki gott að láta hjartsláttinn fara upp þrisvar sinnum."

Sjokk að missa Akseli út
„Það er fullt af hlutum sem við getum bætt, enn einu sinni missum við leikmann út af í fyrri hálfleik, þriðja höfuðhöggið á tímabilinu. Það var sjokk að missa Akseli út. Maður veit ekki hvað maður á að segja við erum búnir að lenda í svo miklum skakkaföllum. Það hafði klárlega áhrif á okkur, en að því sögðu þá vantar bara gæði, betri sendingar, betri hlaup og betri samskipti á síðasta þriðjungi til þess að klára. Þróttarar blokkeruðu allt, var mikið af hálffærum; náðum ekki að skapa okkur dauðafæri til að koma til baka."

Kredit á Þróttara
Þórsarar eru með níu stig úr þremur leikjum á heimavelli en hafa ekki tekið stig á útivelli til þessa. Er þetta allt annað lið á útivelli?

„Ég vil nú meina að leikurinn á móti Aftureldingu var leikur sem við vorum betri aðilinn í. Mér fannst þessi leikur vera jafn. Svo verða menn að gefa andstæðingunum kredit, Þróttur spilaði mjög vel í þessum leik og voru mjög fastir fyrir og einfalt leikplan. Fyrst og fremst eru þetta vonbrigði með okkar frammistöðu eftir frábæran leik á mánudaginn."

Ýmislegt annað var tekið fyrir í viðtalinu, tvöfalda skiptingin í hálfleik, staðan á meiddu mönnunum og sérstaklega spurt út í Akseli Kalermo og Fannar Daða.

Það hefur alltaf verið vígi Þórsara
En hvernig horfir framhaldið við Láka?

„Bara vel, við erum í þessu til að safna stigum, erum með níu stig í fimmta sæti í deildinni sem er umspilssæti. Ef við endum þar þá erum við bara sáttir. Það þýðir ekki að vera væla yfir leikjum, menn með einhverjar alls konar kenningar og samsæriskenningar um útivöll og heimavöll og allt þetta. Við höfum verið geggjaðir heima í öllum leikjunum. Það hefur alltaf verið vígi Þórsara og við ætlum að halda því áfram," sagði Láki.

Næsti leikur Þórs er gegn Selfossi á heimavelli á föstudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner