Leiknir vann 3-2 sigur á HK í toppslag 1. deildar í kvöld. Leiknismenn tróna á toppi deildarinnar.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 - 2 HK
„Þetta voru hrikalega erfiðar aðstæður og einn ljótasti fótbolti sem spilaður hefur verið hér í Efra-Breiðholti. Við gáfum allt í þetta og þetta datt okkar megin," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis.
„Við erum að safna stigum og þetta getur ekki alltaf verið einhver barátta um einhver fagurfræði. Bæði þessi lið hafa barist lengi og átt frábæra leiki. Það voru slagsmál í dag."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























