Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   þri 10. júlí 2018 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Andrea Rán skoraði sigurmarkið úr víti: Búin að æfa þetta
Kvenaboltinn
Andrea Rán skoraði sigurmark Blika úr vítaspyrnu
Andrea Rán skoraði sigurmark Blika úr vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Snæfeld, leikmaður Breiðabliks, var að vonum ánægð eftir 1-0 sigur á Val fyrr í kvöld. Sigurinn tryggir Blikum áframhaldandi veru á toppi deildarinnar nú þegar Íslandsmótið er hálfnað. Andrea sagðist hafa verið með góða tilfinningu fyrir leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég fann það bara um leið og við komum á grasið þarna úti. Þetta var alveg fullkomið gras. Maggi Bö búinn að klippa þetta vel og svo komum við bara inná og við sýndum hörku og mættum í fyrstu tæklingu. Komnar til að vinna.“

Leikurinn var skemmtilegur áhorfs, sérstaklega í fyrri hálfleik, og bæði lið mætt til að sækja sigur.

„Ég held að allir hafi komið í þennan leik til að vinna. Þetta var náttúrulega stór leikur og það var barist um mikið og þetta hafðist í kvöld.“

Það var eitt mark sem skildi liðin að í kvöld og það kom úr vítaspyrnu seint í leiknum. Andrea Rán segir vítaspyrnudóminn hafa verið réttan og var ekkert smeyk við að fara sjálf á vítapunktinn í þessum mikilvæga leik.

„Mér fannst þetta vera víti. Alexandra var tosuð niður og þetta var inn í vítateig.“

„Maður er búinn að æfa þetta og maður er bara undirbúinn, sama hvort það er stórleikur eða ekki.“


Eins og fyrr segir eru Blikar í efsta sæti deildarinnar eftir 9. umferðir og Andrea Rán er ánægð með uppskeruna hingað til.

„Við hefðum alveg viljað hafa tekið öll stig en við vissum alveg að leikir vinnast og tapast en við erum á toppnum eftir helminginn þannig að við erum bara ánægðar.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Andreu Rán í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner