Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 10. júlí 2018 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Andrea Rán skoraði sigurmarkið úr víti: Búin að æfa þetta
Andrea Rán skoraði sigurmark Blika úr vítaspyrnu
Andrea Rán skoraði sigurmark Blika úr vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Snæfeld, leikmaður Breiðabliks, var að vonum ánægð eftir 1-0 sigur á Val fyrr í kvöld. Sigurinn tryggir Blikum áframhaldandi veru á toppi deildarinnar nú þegar Íslandsmótið er hálfnað. Andrea sagðist hafa verið með góða tilfinningu fyrir leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég fann það bara um leið og við komum á grasið þarna úti. Þetta var alveg fullkomið gras. Maggi Bö búinn að klippa þetta vel og svo komum við bara inná og við sýndum hörku og mættum í fyrstu tæklingu. Komnar til að vinna.“

Leikurinn var skemmtilegur áhorfs, sérstaklega í fyrri hálfleik, og bæði lið mætt til að sækja sigur.

„Ég held að allir hafi komið í þennan leik til að vinna. Þetta var náttúrulega stór leikur og það var barist um mikið og þetta hafðist í kvöld.“

Það var eitt mark sem skildi liðin að í kvöld og það kom úr vítaspyrnu seint í leiknum. Andrea Rán segir vítaspyrnudóminn hafa verið réttan og var ekkert smeyk við að fara sjálf á vítapunktinn í þessum mikilvæga leik.

„Mér fannst þetta vera víti. Alexandra var tosuð niður og þetta var inn í vítateig.“

„Maður er búinn að æfa þetta og maður er bara undirbúinn, sama hvort það er stórleikur eða ekki.“


Eins og fyrr segir eru Blikar í efsta sæti deildarinnar eftir 9. umferðir og Andrea Rán er ánægð með uppskeruna hingað til.

„Við hefðum alveg viljað hafa tekið öll stig en við vissum alveg að leikir vinnast og tapast en við erum á toppnum eftir helminginn þannig að við erum bara ánægðar.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Andreu Rán í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner