Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   þri 10. júlí 2018 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Andrea Rán skoraði sigurmarkið úr víti: Búin að æfa þetta
Kvenaboltinn
Andrea Rán skoraði sigurmark Blika úr vítaspyrnu
Andrea Rán skoraði sigurmark Blika úr vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Snæfeld, leikmaður Breiðabliks, var að vonum ánægð eftir 1-0 sigur á Val fyrr í kvöld. Sigurinn tryggir Blikum áframhaldandi veru á toppi deildarinnar nú þegar Íslandsmótið er hálfnað. Andrea sagðist hafa verið með góða tilfinningu fyrir leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég fann það bara um leið og við komum á grasið þarna úti. Þetta var alveg fullkomið gras. Maggi Bö búinn að klippa þetta vel og svo komum við bara inná og við sýndum hörku og mættum í fyrstu tæklingu. Komnar til að vinna.“

Leikurinn var skemmtilegur áhorfs, sérstaklega í fyrri hálfleik, og bæði lið mætt til að sækja sigur.

„Ég held að allir hafi komið í þennan leik til að vinna. Þetta var náttúrulega stór leikur og það var barist um mikið og þetta hafðist í kvöld.“

Það var eitt mark sem skildi liðin að í kvöld og það kom úr vítaspyrnu seint í leiknum. Andrea Rán segir vítaspyrnudóminn hafa verið réttan og var ekkert smeyk við að fara sjálf á vítapunktinn í þessum mikilvæga leik.

„Mér fannst þetta vera víti. Alexandra var tosuð niður og þetta var inn í vítateig.“

„Maður er búinn að æfa þetta og maður er bara undirbúinn, sama hvort það er stórleikur eða ekki.“


Eins og fyrr segir eru Blikar í efsta sæti deildarinnar eftir 9. umferðir og Andrea Rán er ánægð með uppskeruna hingað til.

„Við hefðum alveg viljað hafa tekið öll stig en við vissum alveg að leikir vinnast og tapast en við erum á toppnum eftir helminginn þannig að við erum bara ánægðar.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Andreu Rán í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner