Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   þri 10. júlí 2018 22:09
Mist Rúnarsdóttir
Andrea Rán skoraði sigurmarkið úr víti: Búin að æfa þetta
Kvenaboltinn
Andrea Rán skoraði sigurmark Blika úr vítaspyrnu
Andrea Rán skoraði sigurmark Blika úr vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Snæfeld, leikmaður Breiðabliks, var að vonum ánægð eftir 1-0 sigur á Val fyrr í kvöld. Sigurinn tryggir Blikum áframhaldandi veru á toppi deildarinnar nú þegar Íslandsmótið er hálfnað. Andrea sagðist hafa verið með góða tilfinningu fyrir leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég fann það bara um leið og við komum á grasið þarna úti. Þetta var alveg fullkomið gras. Maggi Bö búinn að klippa þetta vel og svo komum við bara inná og við sýndum hörku og mættum í fyrstu tæklingu. Komnar til að vinna.“

Leikurinn var skemmtilegur áhorfs, sérstaklega í fyrri hálfleik, og bæði lið mætt til að sækja sigur.

„Ég held að allir hafi komið í þennan leik til að vinna. Þetta var náttúrulega stór leikur og það var barist um mikið og þetta hafðist í kvöld.“

Það var eitt mark sem skildi liðin að í kvöld og það kom úr vítaspyrnu seint í leiknum. Andrea Rán segir vítaspyrnudóminn hafa verið réttan og var ekkert smeyk við að fara sjálf á vítapunktinn í þessum mikilvæga leik.

„Mér fannst þetta vera víti. Alexandra var tosuð niður og þetta var inn í vítateig.“

„Maður er búinn að æfa þetta og maður er bara undirbúinn, sama hvort það er stórleikur eða ekki.“


Eins og fyrr segir eru Blikar í efsta sæti deildarinnar eftir 9. umferðir og Andrea Rán er ánægð með uppskeruna hingað til.

„Við hefðum alveg viljað hafa tekið öll stig en við vissum alveg að leikir vinnast og tapast en við erum á toppnum eftir helminginn þannig að við erum bara ánægðar.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Andreu Rán í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner