Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 10. júlí 2018 22:33
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Fáum ekkert fyrir að vera efst eftir fyrri umferð
Steini stýrði Blikum til sigurs í kvöld
Steini stýrði Blikum til sigurs í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega sterkur sigur. Valsliðið er náttúrulega eitt af bestu liðunum en við erum það líka,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir mikilvægan 1-0 sigur á Val. Steini var eðlilega alsæll með sigurinn og sagðist hafa einbeitt sér að sínu liði í undirbúningi fyrir leikinn frekar en að velta Valsliðinu fyrir sér.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég er svosem ekkert þannig í neinum svakalegum pælingum í kringum þetta. Við einbeitum okkur meira að okkur sjálfum. Hvernig við viljum nálgast leikinn og bæta okkar leik. Mér fannst við gera það virkilega vel í dag.“

„Við vorum öguð og skipulögð og opnuðum okkur ekki. Þær fengu eitt færi í fyrri hálfleik og það var smá skjálfti í okkur í byrjun en mér fannst við nálgast verkefnið vel. Við vorum að spila leikinn heilt yfir bara virkilega vel. Sköpum okkur nokkur mjög góð færi, dauðafæri. Þær fengu svo eitt dauðafæri undir lokin þegar leikmaður hjá mér rennur en voru annars ekkert að skapa. Mér fannst við bara spila leikinn vel og ég er mjög ánægður með þennan leik.“


Nú þegar deildin er hálfnuð eru Blikar á toppnum. Steini er ánægður með þann árangur en segir ótímabært að fagna nokkru fyrr en í haust.

„Maður kvartar aldrei yfir því að hafa unnið 8 leiki af 9. Við erum bara sátt við okkar leik í dag og um það snýst þetta. Lifa í núinu, horfa á næsta verkefni. Þetta heldur bara áfram. Við fáum ekkert fyrir að vera efst eftir fyrri umferð og við getum ekki fagnað einu eða neinu gagnvart því en við fögnum hverjum sigri og það er það sem við höldum áfram að gera.“

Nánar er rætt við Steina í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner