Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   þri 10. júlí 2018 22:33
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Fáum ekkert fyrir að vera efst eftir fyrri umferð
Kvenaboltinn
Steini stýrði Blikum til sigurs í kvöld
Steini stýrði Blikum til sigurs í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega sterkur sigur. Valsliðið er náttúrulega eitt af bestu liðunum en við erum það líka,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir mikilvægan 1-0 sigur á Val. Steini var eðlilega alsæll með sigurinn og sagðist hafa einbeitt sér að sínu liði í undirbúningi fyrir leikinn frekar en að velta Valsliðinu fyrir sér.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég er svosem ekkert þannig í neinum svakalegum pælingum í kringum þetta. Við einbeitum okkur meira að okkur sjálfum. Hvernig við viljum nálgast leikinn og bæta okkar leik. Mér fannst við gera það virkilega vel í dag.“

„Við vorum öguð og skipulögð og opnuðum okkur ekki. Þær fengu eitt færi í fyrri hálfleik og það var smá skjálfti í okkur í byrjun en mér fannst við nálgast verkefnið vel. Við vorum að spila leikinn heilt yfir bara virkilega vel. Sköpum okkur nokkur mjög góð færi, dauðafæri. Þær fengu svo eitt dauðafæri undir lokin þegar leikmaður hjá mér rennur en voru annars ekkert að skapa. Mér fannst við bara spila leikinn vel og ég er mjög ánægður með þennan leik.“


Nú þegar deildin er hálfnuð eru Blikar á toppnum. Steini er ánægður með þann árangur en segir ótímabært að fagna nokkru fyrr en í haust.

„Maður kvartar aldrei yfir því að hafa unnið 8 leiki af 9. Við erum bara sátt við okkar leik í dag og um það snýst þetta. Lifa í núinu, horfa á næsta verkefni. Þetta heldur bara áfram. Við fáum ekkert fyrir að vera efst eftir fyrri umferð og við getum ekki fagnað einu eða neinu gagnvart því en við fögnum hverjum sigri og það er það sem við höldum áfram að gera.“

Nánar er rætt við Steina í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner