Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   þri 10. júlí 2018 22:33
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Fáum ekkert fyrir að vera efst eftir fyrri umferð
Kvenaboltinn
Steini stýrði Blikum til sigurs í kvöld
Steini stýrði Blikum til sigurs í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega sterkur sigur. Valsliðið er náttúrulega eitt af bestu liðunum en við erum það líka,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir mikilvægan 1-0 sigur á Val. Steini var eðlilega alsæll með sigurinn og sagðist hafa einbeitt sér að sínu liði í undirbúningi fyrir leikinn frekar en að velta Valsliðinu fyrir sér.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Ég er svosem ekkert þannig í neinum svakalegum pælingum í kringum þetta. Við einbeitum okkur meira að okkur sjálfum. Hvernig við viljum nálgast leikinn og bæta okkar leik. Mér fannst við gera það virkilega vel í dag.“

„Við vorum öguð og skipulögð og opnuðum okkur ekki. Þær fengu eitt færi í fyrri hálfleik og það var smá skjálfti í okkur í byrjun en mér fannst við nálgast verkefnið vel. Við vorum að spila leikinn heilt yfir bara virkilega vel. Sköpum okkur nokkur mjög góð færi, dauðafæri. Þær fengu svo eitt dauðafæri undir lokin þegar leikmaður hjá mér rennur en voru annars ekkert að skapa. Mér fannst við bara spila leikinn vel og ég er mjög ánægður með þennan leik.“


Nú þegar deildin er hálfnuð eru Blikar á toppnum. Steini er ánægður með þann árangur en segir ótímabært að fagna nokkru fyrr en í haust.

„Maður kvartar aldrei yfir því að hafa unnið 8 leiki af 9. Við erum bara sátt við okkar leik í dag og um það snýst þetta. Lifa í núinu, horfa á næsta verkefni. Þetta heldur bara áfram. Við fáum ekkert fyrir að vera efst eftir fyrri umferð og við getum ekki fagnað einu eða neinu gagnvart því en við fögnum hverjum sigri og það er það sem við höldum áfram að gera.“

Nánar er rætt við Steina í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner