Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 10. október 2022 23:00
Fótbolti.net
Sterkasta lið 24. umferðar - Reynsluboltar og einn fæddur 2006
Jason Daði Svanþórsson hefur verið valinn átta sinnum í lið umferðarinnar.
Jason Daði Svanþórsson hefur verið valinn átta sinnum í lið umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Matthías Vilhjálmsson skoraði þrennu í Krikanum.
Matthías Vilhjálmsson skoraði þrennu í Krikanum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eyþór Aron Wöhler skoraði tvö fyrir ÍA.
Eyþór Aron Wöhler skoraði tvö fyrir ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
24. umferð Bestu deildarinnar er umferðin þar sem það varð ljóst að Breiðablik er Íslandsmeistari 2022! Til hamingju Blikar! Þeir unnu KA um helgina 2-1 á útivelli en eftir tap Víkings gegn Stjörnunni 2-1 í kvöld varð (Staðfest) að Íslandsmeistaraskjöldurinn fer í Kópavog.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er því sjálfkrafa þjálfari þessarar umferðar og Blikar eiga auk þess þrjá leikmenn í úrvalsliðinu. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmarkið og þá eru Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson einnig í liðinu.



Daníel Laxdal skoraði sigurmark Stjörnunnar og Kjartan Már Kjartansson, sem er fæddur 2006, lagði upp fyrra mark liðsins og var valinn maður leiksins.

Í neðri deildinni kom FH sér úr fallsæti og sendi Leikni þangað í staðinn með 4-2 sigri í sex stiga fallbaráttuslag. Matthías Vilhjálmsson fyrirliði fór fyrir FH liðinu og skoraði þrennu. Jóhann Ægir Arnarsson skoraði fyrsta mark FH í leiknum.

Botnlið ÍA vann nauðsynlegan 3-2 sigur á Fram í fjörugum leik. Eyþór Aron Wöhler skoraði tvívegis og var valinn maður leiksins. Steinar Þorsteinsson er einnig í liði umferðarinnar.

ÍBV er svo gott sem búið að bjarga sér eftir að hafa sigrað Keflavík 2-1 í Vestmanneyjum. Hinn ungi Jón Kristinn Elíasson kom óvænt í mark ÍBV vegna meiðsla í upphitun og stóð sig frábærlega. Maður leiksins var þó Eiður Aron Sigurbjörnsson en fyrirliði ÍBV hefur reynst Eyjaliðinu hrikalega drjúgur í fallbaráttunni.

Í Innkastinu á morgun verður svo afhjúpað hver er leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

Sjá einnig:
Lið 23. umferðar
Lið 22. umferðar
Lið 21. umferðar
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner