Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. september 2022 15:40
Fótbolti.net
Sterkasta lið 22. umferðar - Adam Ægir leikmaður umferðarinnar
Adam Ægir Pálsson er Sterkasti leikmaður 22. umferðar.
Adam Ægir Pálsson er Sterkasti leikmaður 22. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði Svanþórsson er valinn í sjöunda sinn í úrvalsliðið.
Jason Daði Svanþórsson er valinn í sjöunda sinn í úrvalsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Birgir Baldvinsson, leikmaður Leiknis.
Birgir Baldvinsson, leikmaður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var 22. umferð Bestu deildarinnar leikin, síðasta umferðin fyrir tvískiptingu. Sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar, er Adam Ægir Pálsson í Keflavík en hann var í miklu stuði í ótrúlegum 8-4 útisigri liðsins gegn Fram.

„Þrjár stoðsendingar og mark. Fyrirgjöfin á Kian Williams er einhver rosalegasti kross sem ég hef séð. Var frábær í dag," skrifaði Stefán Marteinn í skýrslu um leikinn. Það kemur kannski ekki á óvart að enginn varnarmaður úr leiknum sé í úrvalsliðinu!

Sigur Keflavíkur dugði þó liðinu ekki til að komast í efri hlutann þar sem Stjarnan vann 2-1 sigur gegn FH. Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Garðabæjarliðsins.



FH er komið í fallsæti eftir sigur Leiknis gegn ÍA á Skaganum. Birgir Baldvinsson og Davíð Júlían Jónsson eru fulltrúar Breiðhyltinga. Hinn átján ára Davíð er í liðinu aðra umferðina í röð.

KA á þrjá fulltrúa eftir 1-0 útisigur gegn Val. Jakob Snær Árnason skoraði markið og auk hans eru Kristijan Jajalo og Bjarni Aðalsteinsson í liðinu. Afskaplega öflugur sigur Akureyrarliðsins.

Víkingur missti niður tveggja marka forystu gegn KR. Arnór Sveinn Aðalsteinsson jafnaði fyrir KR-inga í uppbótartíma og 2-2 urðu lokatölur.

Breiðablik styrkti stöðu sína með því að vinna 3-0 sigur gegn ÍBV. Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og Dagur Dan Þórhallsson eitt. Þá er Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari umferðarinnar.

Sjá einnig:
Lið 21. umferðar
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Leikmenn umferðarinnar:
21. umferð - Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
20. umferð - Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir)
19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
18. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
17. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
16. umferð - Atli Sigurjónsson (KR)
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner