,,Byrjuðum þetta illa, fáum á okkur mörk. Í rauninni fannst mér allt í lagi hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn en að fá þessi tvö mörk á sig er dýrt," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari Selfyssinga.
,,Við komumst aldrei í takt við leikinn og náðum ekki að skapa okkur færi í seinni hálfleik. Því miður var þetta dapurt í dag og ekki nógu gott."
Selfoss hefur verið í neðri hluta deildarinnar lengstan hluta tímabilsins en nú tekur fyrst alvöru fallbarátta við þar sem liðið heimsækir Tindastól í næstu umferð.
,,Við erum búnir að vera í þessari svokölluðu fallbaráttu í svolítinn tíma og það er alveg klárt að við þurfum að koma okkur út úr henni.
,,Við gerum það ekki öðruvísi en að ná í stig og við þurfum að gera það á móti Tindastóli."
Athugasemdir























