
Steven Lennon leikmaður FH var hæstánægður eftir að liðið hans vann 4-2 gegn Kórdrengjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Viðtalið er á ensku en verður þýtt í heild sinni hér fyrir neðan.
Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 - 4 FH
„Þetta er frábært, það er gott að vinna aftur fyrst og fremst þannig erum komnir í undanúrslitin núna. Það er aldrei auðvelt að koma á svona staði og spila gegn liði í deild fyrir neðan en við fengum þetta í gegn með hörku eftir 2 kjánaleg mörk og erum komnir í gegn þannig það er það eina sem skiptir máli."
Lennon skoraði þrennu fyrir FH í kvöld en hann hefur átt erfitt með að skora í deildinni. Þessi mörk gætu þá bætt sjálfstraustið hjá þessum mikla markaskorara.
„Auðvitað sem markaskorari er alltaf gott að skora mörk og það bætir sjálfstraustið þannig vonandi verður þetta byrjunin á fleiri mörkum fyrir mig og fyrir liðið."
Eiður Smári þjálfari liðsins hefur sagt áður að það hefur verið erfitt að lenda undir fyrir liðið en FH lendir tvisvar undir í leiknum í kvöld en vinna samt leikinn hvað var þá öðruvísi í kvöld?
„Við erum kannski bara að venjast því, nei ég er að grínast. Bara karakter, við lentum undir tvisvar en fengum mörk frekar fljótlega. Þannig við sýndum bara karakter og gerðum það sem þjálfararnir báðu okkur um. Við skorum 4 mörk í dag og unnum leikinn þannig það er ánægjulegt."
FH hefur ekki unnið leik í töluverðan tíma en þessi sigur hlýtur að bæta andrúmsloftið í klefanum.
„Einmitt núna er andrúmsloftið í klefanum mjög gott. Þetta lyftir öllum upp. Þetta er ekki sama keppni og deildin þannig við settum það bara til hliðar og einbeittum okkur að bikarnum en það er stór leikur á sunnudagin þannig ef við getum tekið þetta framlag og þessi mörk þá getum vonandi unnið."
Það heyrðist frá Eið Smára úr klefanum að hann hafi sagt við liðið að njóta sigursins í dag en svo er algjör einbeiting að næsta leik gegn ÍBV á sunnudaginn.
„Já nákvæmlega. Maður þarf að hætta að hugsa um þetta á morgun, ég er ánægður með sigurinn en við höfum verk að vinna á erfiðum velli á sunnudaginn þannig vonandi getum við unnið."
FH eru þá komnir í undanúrslit bikarsins en það eru erfiðir andstæðingar eftir í pottinum. Er trú fyrir því að vinna bikarinn?
„Já auðvitað. Ég hef verið í tvemur úrslitaleikjum með FH og hef tapað þeim báðum þannig það væri gott að komast þangað aftur. Þetta er líka fljótasta leiðin í evrópukeppni fyrir næsta ár þannig vonandi getum við gert það."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.