Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   fim 11. ágúst 2022 21:33
Haraldur Örn Haraldsson
Steven Lennon um að lenda undir: Við erum kannski bara að venjast því
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Steven Lennon leikmaður FH var hæstánægður eftir að liðið hans vann 4-2 gegn Kórdrengjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Viðtalið er á ensku en verður þýtt í heild sinni hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  4 FH

Þetta er frábært, það er gott að vinna aftur fyrst og fremst þannig erum komnir í undanúrslitin núna. Það er aldrei auðvelt að koma á svona staði og spila gegn liði í deild fyrir neðan en við fengum þetta í gegn með hörku eftir 2 kjánaleg mörk og erum komnir í gegn þannig það er það eina sem skiptir máli."

Lennon skoraði þrennu fyrir FH í kvöld en hann hefur átt erfitt með að skora í deildinni. Þessi mörk gætu þá bætt sjálfstraustið hjá þessum mikla markaskorara.

„Auðvitað sem markaskorari er alltaf gott að skora mörk og það bætir sjálfstraustið þannig vonandi verður þetta byrjunin á fleiri mörkum fyrir mig og fyrir liðið."

Eiður Smári þjálfari liðsins hefur sagt áður að það hefur verið erfitt að lenda undir fyrir liðið en FH lendir tvisvar undir í leiknum í kvöld en vinna samt leikinn hvað var þá öðruvísi í kvöld?

„Við erum kannski bara að venjast því, nei ég er að grínast. Bara karakter, við lentum undir tvisvar en fengum mörk frekar fljótlega. Þannig við sýndum bara karakter og gerðum það sem þjálfararnir báðu okkur um. Við skorum 4 mörk í dag og unnum leikinn þannig það er ánægjulegt."

FH hefur ekki unnið leik í töluverðan tíma en þessi sigur hlýtur að bæta andrúmsloftið í klefanum.

„Einmitt núna er andrúmsloftið í klefanum mjög gott. Þetta lyftir öllum upp. Þetta er ekki sama keppni og deildin þannig við settum það bara til hliðar og einbeittum okkur að bikarnum en það er stór leikur á sunnudagin þannig ef við getum tekið þetta framlag og þessi mörk þá getum vonandi unnið."

Það heyrðist frá Eið Smára úr klefanum að hann hafi sagt við liðið að njóta sigursins í dag en svo er algjör einbeiting að næsta leik gegn ÍBV á sunnudaginn.

„Já nákvæmlega. Maður þarf að hætta að hugsa um þetta á morgun, ég er ánægður með sigurinn en við höfum verk að vinna á erfiðum velli á sunnudaginn þannig vonandi getum við unnið."

FH eru þá komnir í undanúrslit bikarsins en það eru erfiðir andstæðingar eftir í pottinum. Er trú fyrir því að vinna bikarinn?

„Já auðvitað. Ég hef verið í tvemur úrslitaleikjum með FH og hef tapað þeim báðum þannig það væri gott að komast þangað aftur. Þetta er líka fljótasta leiðin í evrópukeppni fyrir næsta ár þannig vonandi getum við gert það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner