Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   lau 11. september 2021 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Erlingur: Ég vona að Valur vinni Breiðablik
Erlingur skoraði tvö fyrir Víking
Erlingur skoraði tvö fyrir Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlingur Agnarsson skoraði tvö mörk fyrir Víking R. sem vann HK 3-0 í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Víkingar eru komnir á toppinn í bili.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 HK

Erlingur gerði bæði mörkin í síðari hálfleiknum. Fyrra markið kom á 58. mínútu upp úr bókstaflega engu þegar hann þrumaði boltanum með vinstri framhjá Arnari Frey Ólafssyni og í netið.

Hann gerði svo síðara markið á 80. mínútu er hann keyrði upp allan völlinn og skoraði. Þetta voru mikilvæg mörk því þetta þýðir að Víkingur er á toppnum með 42 stig, stigi á undan Blikum.

„Frábærleg, er mjög sáttur. Það er mjög auðvelt þegar þú ert í toppbaráttu þá er ekki erfitt að tjúna sig inn í leiki."

„Það var gaman að skora tvö. Ég er sóknarmaður þannig ég þarf að skora meira."


Erlingur kann vel við sig í þessu leikkerfi Víkinga þar sem liðið spilar með tvo framherja.

„Alveg sama en eins og við erum að spila núna tveggja sentera hentar mér ágætlega."

Valur heimsækir Breiðablik klukkan 20:00 en hann vonast eftir því að Valsarar nái í þrjú stig á Kópavogsvelli.

„Ég vona að Valur vinni Breiðablik, það er frekar augljóst."

Erlingur var sérstaklega ánægður með stuðningsmennina en hann segir það skipta miklu að spila fyrir framan þá frekar en dauða stúku.

„Þeir eru alveg geggjaðir og allt annað að spila fyrir framan stuðningsmenn heldur en dauða stúku. Gefur okkur 100 prósent orku," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner