Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mán 11. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fór frá PSG eftir svívirðingar Aurier á Periscope
Gregory van der Wiel með boltann í leik PSG gegn Barcelona
Gregory van der Wiel með boltann í leik PSG gegn Barcelona
Mynd: EPA
Van der Wiel í baráttunni við Birki Bjarnason
Van der Wiel í baráttunni við Birki Bjarnason
Mynd: EPA
„Marquinhos er miðvörður en samt settu þeir hann í mína stöðu á vellinum," sagði Gregor van der Wiel, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain og hollenska landsliðsins, í viðtali við Kick't Next á dögunum en þar fór hann yfir tímann í París og ástæðuna fyrir því að hann yfirgaf stórliðið.

Van der Wiel átti frábæran feril sem knattspyrnumaður. Hann fór í gegnum unglingalið Ajax áður en hann var tekinn inn í aðalliðið árið 2007.

Hann lék þar í fimm ár áður en Paris Saint-Germain fékk hann till Frakklands. Þar spilaði hann 134 leiki og skorað 5 mörk á fjórum árum.

Það var möguleiki fyrir hann að vera áfram og fékk hann samningstilboð til þriggja ára en hann hafnaði því vegna nokkurra atvika hjá félaginu.

„Ég lenti í París með öðrum leikmönnum, þjálfurum og leikstíl. Þetta var lið sem var fullt af stjörnum og leikmenn þarna sem þú spilar oft með í Playstation," sagði van der Wiel.

„Ég var ungur náungi og með stjörnurnar í augunum að taka í hendina á þeim. Þetta var bilun og ótrúleg upplifun."

„Ég fékk tilboð um að framlengja samning minn um þrjú ár, það er satt, en ég ákvað að gera það ekki. Ég var ekki ánægður þarna því ég var ekki alltaf að spila. Ég fékk ekki loforð um að spila reglulega."

„Það voru líka önnur atvik á síðasta tímabili mínu þar sem pirraði mig. Serge Aurier var í beinni útsendingu á Periscope þar sem hann talaði um Laurent Blanc og þá sérstaklega um mig, tveimur eða þremur dögum fyrir mikilvægan leik í Meistaradeildinni gegn Chelsea. Félagið refsaði honum fyrir það og allir sögðu mér að vera klárir að spila því þetta var mikilvægt tækifæri fyrir mig en svo spilaði ég ekki einu sinni þann leik,"
sagði hann ennfremur en Aurier var hent í varaliðið eftir að hafa kallað Blanc, sem var þá þjálfari PSG, samkynhneigðan og þá lét hann ófögur orð falla um van der Wiel, Zlatan Ibrahimovic, Salvatore Sirigu og Angel Di Maria.

Marquinhos byrjaði í hægri bakverðinum eins og kom fram í byrjun fréttarinnar og ákvað hollenski bakvörðurinn að flytja til Tyrklands og spila fyrir Fenerbahce. Hann spilaði svo tímabilið á eftir með Cagliari áður en hann kláraði ferilinn í Toronto.

Sjá einnig:
Ekki rekinn fyrir að kalla Blanc homma - Hent í varaliðið
Varnarmaður PSG á leið í leikbann vegna myndbands
Athugasemdir
banner