Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   þri 11. október 2022 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Berglind: Fúlt þegar dómarinn er svona hræðilegur
Icelandair
Berglind svekkt eftir leikinn í kvöld.
Berglind svekkt eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Mér líður hræðilega," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir framherji Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

„Við gáfum allt í þetta og það gekk ekki upp í dag. Við höfum klárlega spilað betri leiki en þetta. Það er fúlt þegar dómarinn er svona hræðilegur eins og hann var í dag," hélt Berglind áfram og hún hafði nóg út á franska dómarann Stéphanie Frappart að setja.

„Það er talað um að þetta sé besti kvendómari í heimi og mér fannst hún langt frá því í dag. Hún tók margar skrítnar ákvarðanir og ekkert féll með okkur."

„Þetta meikar engan sens, ég var að sjá video af vítinu þeirra. Þetta var aldrei rautt, og aldrei víti. Þetta er bara fáránlegt, hún fer í skjáinn og skoðar þetta en dæmir samt víti og rautt. Þetta er fáránlegt."

Nánar er rætt við Berglindi í spilaranum að ofan. Hún segir að þó það séu fjögur ár í næsta HM þá ætli hún sér að vera þar.


Athugasemdir
banner
banner