
„Mér líður hræðilega," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir framherji Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.
Lestu um leikinn: Portúgal 4 - 1 Ísland
„Við gáfum allt í þetta og það gekk ekki upp í dag. Við höfum klárlega spilað betri leiki en þetta. Það er fúlt þegar dómarinn er svona hræðilegur eins og hann var í dag," hélt Berglind áfram og hún hafði nóg út á franska dómarann Stéphanie Frappart að setja.
„Það er talað um að þetta sé besti kvendómari í heimi og mér fannst hún langt frá því í dag. Hún tók margar skrítnar ákvarðanir og ekkert féll með okkur."
„Þetta meikar engan sens, ég var að sjá video af vítinu þeirra. Þetta var aldrei rautt, og aldrei víti. Þetta er bara fáránlegt, hún fer í skjáinn og skoðar þetta en dæmir samt víti og rautt. Þetta er fáránlegt."
Nánar er rætt við Berglindi í spilaranum að ofan. Hún segir að þó það séu fjögur ár í næsta HM þá ætli hún sér að vera þar.