Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
   mið 12. júní 2024 21:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Maður er að reyna að átta sig á hlutunum. Þetta var ótrúlegt móment í blálokin þannig maður er ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningnunum til að geta gert þær upp," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs eftir tap gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Mjölkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

Siggi sagði að það vantaði meiri yfirvegun og kraft inn í teignum sóknarlega.

„VIð vorum góðir. Þeir voru töluvert meira með boltann en við fengum færin. Ég held að þeir hafi ekki fengið eitt einasta færi í leiknum. Þetta spilaðist nákvæmlega eins og við vildum, við fengum fullt af tækifærum til að búa til færi eða skora mörk. Svekkjandi að tapa þessum leik svona en mér fannst við gera þetta virkilega vel," sagði Siggi.

Næsti leikur Þórs er útileikur gegn toppliði Fjölnis í Lengjudeildinni á laugardaginn.

„Ég er spenntur fyrir framhaldinu. Við þurfum bara að stroka þessi leiðindi út og gíra okkur fyrir laugardaginn. Fá alvöru hugarfar eins og var í dag og þá er ég mjög spenntur fyrir framhaldinu," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner
banner