Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fös 12. júlí 2024 20:33
Anton Freyr Jónsson
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Icelandair
Hreint lak hjá Fanneyju í dag
Hreint lak hjá Fanneyju í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Mér líður ótrúlega vel og mega sátt að vera fara út til Sviss eftir ár:" sagði Fanney Inga Birkisdóttir,  landsliðskona, eftir magnaðan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld og er Ísland á leiðinni út til Sviss á EM að ári.


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Ég er enþá að fatta þetta og búin að vera í shocki eftir að dómarinn flautaði þetta af en bara geggjuð tilfinning."

„Við byrjuðum mjög sterkt og maður fann kraftinn með okkur og kraftinn í stúkunni, alltaf gott þegar það eru svona margir mættir og svo bara náðum við að pirra þær mjög mikið og náðum að setja þrjú mjög góð mörk."

Fanney Inga Birkisdóttir var frábær í rammanum hjá Íslandi í dag og sömuleiðis stelpurnar fyrir framan hana algjörlega magnaðar í dag og liðið hélt hreinu gegn sterku liði Þýskalands.

„Þetta var þannig séð frekar þægilegur dagur á skrifstofunni hjá mér sko og geggjað fyrir Ingibjörgu að setja fyrsta markið sitt, veit ekki einusinni hvernig Glódís Perla fór að því að bjarga þarna á línu einu sinni. Frábært lið, geggjuð liðsheild og geggjað að fá að vera hluti af þessu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Fanney ræðir þar nánar um leikinn og EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner