„Mér líður ótrúlega vel og mega sátt að vera fara út til Sviss eftir ár:" sagði Fanney Inga Birkisdóttir, landsliðskona, eftir magnaðan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld og er Ísland á leiðinni út til Sviss á EM að ári.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Þýskaland
„Ég er enþá að fatta þetta og búin að vera í shocki eftir að dómarinn flautaði þetta af en bara geggjuð tilfinning."
„Við byrjuðum mjög sterkt og maður fann kraftinn með okkur og kraftinn í stúkunni, alltaf gott þegar það eru svona margir mættir og svo bara náðum við að pirra þær mjög mikið og náðum að setja þrjú mjög góð mörk."
Fanney Inga Birkisdóttir var frábær í rammanum hjá Íslandi í dag og sömuleiðis stelpurnar fyrir framan hana algjörlega magnaðar í dag og liðið hélt hreinu gegn sterku liði Þýskalands.
„Þetta var þannig séð frekar þægilegur dagur á skrifstofunni hjá mér sko og geggjað fyrir Ingibjörgu að setja fyrsta markið sitt, veit ekki einusinni hvernig Glódís Perla fór að því að bjarga þarna á línu einu sinni. Frábært lið, geggjuð liðsheild og geggjað að fá að vera hluti af þessu."