
"Það er mjög skemmtilegt að lyfta bikurum. Ég lyfti einum í fyrra og öðrum núna og þetta verður ekkert þreytt," sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir að hún lyfti bikarnum sem hlaust fyrir sigur í úrslitaleik Borgunarbikarsins gegn ÍBV í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 ÍBV
"Það var gott fyrir okkur að ná inn marki snemma því það róaði aðeins mannskapinn,"
Blikar náðu forystunni snemma með slysalegu marki. "Þær ætluðu örugglega ekki að fá á sig mark strax á annari mínútu. Það var smá heppni í markinu en það telur líka.
Þá var sigurinn aldrei í hættu."Mér leið alltaf vel með þetta en við duttum aðeins niður snemma í seinni hálfleik en við náðum tökum á þessu fljótt aftur.
Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari og Rakel var spurð hvort það væri ekki á stefnuskránni að lyfta öðrum bikar í haust. "Það verður að koma í ljós, það væri náttúrulega óskandi en við verðum að sjá hvernig það fer.
Athugasemdir