,,Þetta er hundfúlt, það stefndi allt í 0-0 jafntefli. Ég hefði ekki verði sáttur með eitt stig en úr því sem komið var hefði eitt stig verði fínt," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson miðjumaður Fylkis eftir 0-1 tap gegn FH í kvöld en sigurmarkið kom í lok leiks.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 1 FH
,,Þetta var baráttuleikur, það er gaman að spila svona leiki en grautfúlt að fá ekki neitt út úr honum."
Davíð Þór Viðarsson miðjumaður FH lá í grasinu eftir samskipti við Ásgeir Börk. Hann var spurður út í það.
,,Þið horfið bara á sjónvarpið, ég vona að þeir taki þetta fyrir. Þá sést bara að þetta er hlægilegt. Eins mikið álit og ég hef á Davíð þá var þetta ekki skemmtilegt. Þetta var hlægilegt."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir






















