Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   fim 13. maí 2021 21:53
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Gunnlaugs: Pablo myndi selja ömmu sína til að vinna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson var skiljanlega ánægður með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld, en Víkingar gerðu góða ferð á Samsungvöllinn og vann 3-2 sigur á Garðbæingum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var mjög erfiður leikur, alltaf erfitt að koma hérna og sækja 3 stig.''

„Stjarnan voru virkilega flottir, mjög öflugir og bæði lið þurftu að bæta sig verulega frá fyrstu tveimur leikjunum og í kvöld fannst mér bæði lið stíga upp og eiga góðan leik, þetta féll okkar megin í kvöld.''

Var Arnar sáttur með frammistöðu sinna manna?

„Mér fannst seinni hálfleikur mjög fagmannlega spilaður af okkar hálfu, við gáfum fá færi á okkur og vorum öflugir í skyndisóknum, það voru greinileg þroskamerki í liðinu.''

Arnar tók góða romsu í að hrósa sínum mönnum og þar má þá helst nefna Pablo sem hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið Víkinga frá KR.

„Það má ekki gleyma Pablo og Júlla á miðjunni, það er þvílíkur fengur að hafa fengið Pablo inn á miðjuna, hann er bæði góður spilari og hann er líka hæfilega nasty inná velli, hann myndi selja ömmu sína til að vinna leik. Allt liðið og sérstaklega Júllí nýtur góðs af því að hafa svona reynslubolta við hliðina á sér.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar fer Arnar betur ofan í saumana á leiknum, nýtt hlutverk Kristals Mána, taktísku breytingarnar og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner