Arnar Gunnlaugsson var skiljanlega ánægður með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld, en Víkingar gerðu góða ferð á Samsungvöllinn og vann 3-2 sigur á Garðbæingum.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 Víkingur R.
„Þetta var mjög erfiður leikur, alltaf erfitt að koma hérna og sækja 3 stig.''
„Stjarnan voru virkilega flottir, mjög öflugir og bæði lið þurftu að bæta sig verulega frá fyrstu tveimur leikjunum og í kvöld fannst mér bæði lið stíga upp og eiga góðan leik, þetta féll okkar megin í kvöld.''
Var Arnar sáttur með frammistöðu sinna manna?
„Mér fannst seinni hálfleikur mjög fagmannlega spilaður af okkar hálfu, við gáfum fá færi á okkur og vorum öflugir í skyndisóknum, það voru greinileg þroskamerki í liðinu.''
Arnar tók góða romsu í að hrósa sínum mönnum og þar má þá helst nefna Pablo sem hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið Víkinga frá KR.
„Það má ekki gleyma Pablo og Júlla á miðjunni, það er þvílíkur fengur að hafa fengið Pablo inn á miðjuna, hann er bæði góður spilari og hann er líka hæfilega nasty inná velli, hann myndi selja ömmu sína til að vinna leik. Allt liðið og sérstaklega Júllí nýtur góðs af því að hafa svona reynslubolta við hliðina á sér.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar fer Arnar betur ofan í saumana á leiknum, nýtt hlutverk Kristals Mána, taktísku breytingarnar og fleira.
Athugasemdir