Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   mið 13. júlí 2016 15:10
Magnús Már Einarsson
Varaforseti Barcelona: Íslensk stúlka gæti spilað með okkur
Kvenaboltinn
Eiður Smári Guðjohnsen og Carles Vilarrubí i Carrió.
Eiður Smári Guðjohnsen og Carles Vilarrubí i Carrió.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Úr skólanum í dag.
Úr skólanum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Carles Vilarrubí i Carrió, varaforseti Barcelona, var staddur á Valsvelli í dag þar sem knattspyrnuskóla Barcelona og Knattspyrnuakademíu Íslands lauk. 300 stúlkur hafa tekið þátt í skólanum undanfarna daga.

„Við getum ekki ímyndað okkur betri stað á heiminum en Ísland til að búa til með sérstakan fótboltaskóla fyrir stúlkur," sagði Carles við Fótbolta.net í dag.

„Við ákváðum að prófa að koma til Íslands og það gekk vel. Við vorum að hugsa um 150 þáttakendur en við enduðum með 290 og með 100 stúlkur á biðlista."

„Við erum að setja upp samband við Ísland. Við erum að kenna stelpunum okkar kerfi, það sama og í La Masia. Allir hér eru stuðningsmenn Barcelona. Nýr forseti Íslands (Guðni Th. Jóhannesson) er stuðningsmaður Barca og okkur líður eins og heima."

Ekki einstök úrslit hjá landsliðinu
Carles hreifst eins og margir af íslenska landsliðinu á EM og hann segir að landsliðið geti gert áfram gott mót í framtíðinni.

„Hæfileikarnir eru til staðar hér. Þetta snýst um tækifæri og byrja að búa til leikmenn frá unga aldri. Úrslit landsliðsins að undanförnu eru ekki einstök."

Ísland endaði fyrir ofan Spán á EM en Spánverjar duttu út í 16-liða úrslitum. „Spánn er að ljúka ákveðnu tímabili. Það þarf að búa til nýtt lið. Við erum að loka einni bók og reynum að opna aðra," sagði Carles.

Eiður Smári mikils metinn í Barcelona
Eiður Smári Guðjohnsen kíkti í Barcelona skólann í dag og í gær en Carles metur hann mikils eftir tíma hans hjá Barcelona. „Eiður var mjög náinn samfélaginu og menningunni og Barcelona. Hann var mjög fagmannlegur og stóð sig vel fyrir félagið. Hann er mikils metinn."

Carles gæti séð annan Íslending spila með Barcelona í framtíðinni. „Af hverju ekki? Í dag erum við bara að setja fyrstu hlutina fram. Íslensk stúlka gæti spilað með atvinnumannaliði okkar á næstu árum, af hverju ekki?"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner