Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   mið 13. júlí 2016 15:10
Magnús Már Einarsson
Varaforseti Barcelona: Íslensk stúlka gæti spilað með okkur
Kvenaboltinn
Eiður Smári Guðjohnsen og Carles Vilarrubí i Carrió.
Eiður Smári Guðjohnsen og Carles Vilarrubí i Carrió.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Úr skólanum í dag.
Úr skólanum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Carles Vilarrubí i Carrió, varaforseti Barcelona, var staddur á Valsvelli í dag þar sem knattspyrnuskóla Barcelona og Knattspyrnuakademíu Íslands lauk. 300 stúlkur hafa tekið þátt í skólanum undanfarna daga.

„Við getum ekki ímyndað okkur betri stað á heiminum en Ísland til að búa til með sérstakan fótboltaskóla fyrir stúlkur," sagði Carles við Fótbolta.net í dag.

„Við ákváðum að prófa að koma til Íslands og það gekk vel. Við vorum að hugsa um 150 þáttakendur en við enduðum með 290 og með 100 stúlkur á biðlista."

„Við erum að setja upp samband við Ísland. Við erum að kenna stelpunum okkar kerfi, það sama og í La Masia. Allir hér eru stuðningsmenn Barcelona. Nýr forseti Íslands (Guðni Th. Jóhannesson) er stuðningsmaður Barca og okkur líður eins og heima."

Ekki einstök úrslit hjá landsliðinu
Carles hreifst eins og margir af íslenska landsliðinu á EM og hann segir að landsliðið geti gert áfram gott mót í framtíðinni.

„Hæfileikarnir eru til staðar hér. Þetta snýst um tækifæri og byrja að búa til leikmenn frá unga aldri. Úrslit landsliðsins að undanförnu eru ekki einstök."

Ísland endaði fyrir ofan Spán á EM en Spánverjar duttu út í 16-liða úrslitum. „Spánn er að ljúka ákveðnu tímabili. Það þarf að búa til nýtt lið. Við erum að loka einni bók og reynum að opna aðra," sagði Carles.

Eiður Smári mikils metinn í Barcelona
Eiður Smári Guðjohnsen kíkti í Barcelona skólann í dag og í gær en Carles metur hann mikils eftir tíma hans hjá Barcelona. „Eiður var mjög náinn samfélaginu og menningunni og Barcelona. Hann var mjög fagmannlegur og stóð sig vel fyrir félagið. Hann er mikils metinn."

Carles gæti séð annan Íslending spila með Barcelona í framtíðinni. „Af hverju ekki? Í dag erum við bara að setja fyrstu hlutina fram. Íslensk stúlka gæti spilað með atvinnumannaliði okkar á næstu árum, af hverju ekki?"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir