,,Það er alltaf gott að fá leiki og það eru mikilvægir leikir í haust þannig að það er gott að prófa taktík og slíkt fyrir komandi verkefni," sagði Helgi Valur Daníelsson um vináttuleik Íslands og Færeyja í kvöld en liðin mætast á Laugardalsvelli klukkan 19:45.
,,Þetta er orðið árlegur viðburður að mæta Færeyjum. Þeir eru alltaf að bæta sig. Þeir eru skipulagðir og mörg af stærstu liðum Evrópu hafa átt í erfiðleikum með þá. Þetta verður erfiður leikur."
Helgi fór í sumar frá AIK í Svíþjóð til Belenenses í portúgölsku úrvalsdeildinni.
,,Þetta er svolítið kúltúrsjokk. Þetta er öðruvísi. Ég er búinn að vera þarna í 2-3 vikur og þetta verður spennandi tímabil."
,,Klúbburinn er ekkert risastór. Hann er búinn að vera í smá lægð og er að koma upp úr 2. deildinni. Deildin er mjög sterk og það verða margir mjög erfiðir leikir sem er spennandi," sagði Helgi sem kann vel við sólina í Portúgal.
,,Það er stór plús. Það er enginn skandinavískur vetur og það er bara gaman," sagði Helgi að lokum.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















