,,Þetta var gríðarlega skrítinn leikur og það er fungi fargi af okkur létt. Við lögðum þetta undir að komast upp um deild, það er búið að fara erfiða leið að því og var ekki skrifað í skýin að við myndum klára þetta á okkar heimavelli og í lundinum m,," sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari HK eftir 4-1 sigur á Aftureldingu í 2. deildinni í dag en með sigrinum tryggði liðið sér sæti í 1. deildinni að ári.
HK spilaði leikinn og síðustu fimm heimaleiki í Fagralundi þar sem félagsheimili liðsins er til staðar, en ekki Kópavogsvelli eins og áður.
,,Það hefur reynst rosgalega vel, við gerðum eitt jafntefli og unnum hina fjóra. Menn kvarta yfir grasinu, það sé þungt og hált, en umhverfið er sérstaklega fallegt. Við æfum á hverjum degi hérna svo við erum ánægðir með það. Svo held ég að völlurinn sé ólöglegur í 1. deildinni svo við þurfum að fara á Kópavogsvöllinn og gera betur þar."
Ásgeir Marteinsson kom inná sem varamaður um miðjan síðari hálfleikinn og skoraði þriðja markið nánast strax. En á hann að vera á bekknum?
,,Ásgeir er gríðarlegt efni hjá félaginu. Hann lenti í banni og það myndaðist holning á liðinu eftir það og hann hefur komið inná og breytt leikjum. Hann gerði það líka í Sandgerði. Hann er eitt mesta efni sem þetta félag hefur haft í langan tíma og skoraði einhver 11 mörk í sumar, sem er frábært. Hann kemur til greina í næsta byrjunarlið allavega."
Nánar er rætt við Gunnlaug í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















