Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 14. desember 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Rós: Ó guð, nei, ég bjóst alls ekki við þessu
Kvenaboltinn
Berglind Rós
Berglind Rós
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind var fyrirliði hjá Fylki árin áður en hún fór út.
Berglind var fyrirliði hjá Fylki árin áður en hún fór út.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Berglind Rós Ágústsdóttir gekk í raðir Örebro í Svíþjóð fyrir um ári síðan. Tímabilinu í Svíþjóð lauk í nóvember og var Berglind í lykilhlutverki hjá Örebro sem gerði góða hluti í deildinni.

Berglind er 26 ára og getur bæði spilað í vörninni sem og á miðjunni. Hún spilaði í haust sinn fyrsta keppnisleik fyrir A-landsliðið. Berglind meiddist í lokaleik Örebro gegn Vittsjö og er um meiðsli á liðþófa að ræða. Hún var spurð út í tímabilið, landsliðið og meiðslin í viðtali í dag.

„Þetta var svolítið upp og niður en ég er alveg mjög sátt með mitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Mér fannst mér ganga vel og liðinu sjálfu, þetta var bara mjög gott tímabil," sagði Berglind.

„Ó guð, nei, alls ekki. Ég bjóst ekki við þessu. Það er stórt skref að fara þarna út og ég vissi ekki hverju ég átti að búast við. Þetta er sterk deild og ég vissi að þjálfarinn var að ná í marga leikmenn. Ég var að búast við því að vera á bekknum en ég vildi náttúrulega sýna mig og byrja leiki. Í æfingaleikjunum var ég inn og út úr liðinu, var stressuð þannig ég bætti í og byrjaði alla leiki. Ég er mjög ánægð að fá traustið frá honum."

„Ég byrjaði í miðverði, fór svo á miðjuna, svo fór ég í bakvörð og svo aftur í miðvörð. Varnarsinnuð."


Örebro átti möguleika á Evrópusæti með hagstæðum úrslitum í lokaleik. Var það framar væntingum?

„Við vorum alls ekki að búast við þessu, við byrjuðum tímabilið ekkert sérstaklega en eftir sumarfríið þá vinnum við alla leiki nema þrjá, tvö töp og eitt jafntefli. Við fengum rosalegt sjálfstraust. Við tölum svo helst ekki um síðasta leikinn (8-2 tap) en svona gerist bara."

„Við náðum allar mjög vel saman, voru engin leiðindi eða neitt svoleiðis. Við fengum kannski bara smá gleðina aftur með því að fá smá pásu í sumar. Í ágúst höfðum við einhvern veginn meira gaman af þessu."


Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir