Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
Leikdagurinn – Björn Daníel Sverrisson
Eiður Gauti: Hugsaði að þetta yrði síðasti séns til að vaða á Bestu-deildina
Ómar horfði á þá í 4. deild árið 2022: Skora mörkin sem verður til þess að HK vinnur KR
Óskar Hrafn: Fengum högg og stóðum ekki upp eftir það
Árni Guðna: Er ekki bara komið nóg af þessu tuði?
Valdimar: Fínt að fara með 5-0 stöðu út
Tómas Bjarki: Ég var hoppandi kátur
Úlfur: Dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur
Igor Kostic: Miðað við stöðuna þá bítur þetta kannski aðeins meira
Aron Elís: Það stærsta á mínum ferli
Gunnar Heiðar: Búinn að bíða svolítið eftir þessum
Arnar Gunnlaugs: Væri eitthvað stórslys að klúðra þessu
„Klúðraði mikilvægri vítaspyrnu en kannski var það gott eftir á"
Arnar Gunnlaugs: Það blindar aðeins fótboltaáhugamanninn
Óli Kristjáns: Einn af þeim dögum þar sem við mætum betra liði
Gunnar: Það er þungt inni í klefa
Nik: Besti leikur okkar á tímabilinu
Pétur búinn að aflita hárið: Finnst þér þetta ljótt?
Venni: Liðið rotaðist
Maggi: Varnarleikurinn frábær frá A til Ö
   mán 15. júlí 2024 22:43
Sölvi Haraldsson
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög kærkomið. Við börðumst eins og ljón í dag og áttum skilið þessi þrjú stig í kvöld.“ sagði Orri Sveinn Segatta, varnarmaður og markaskorari Fylkis í kvöld, eftir 3-0 sigur á ÍA í Árbænum.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Orri segir að Simeone væri stoltur af þessum seinni hálfleik hjá Fylki. Verjast í 45 mínútur og setja svo mark í lokin til að klára leikinn.

Vá, þvílíkt mark. Þetta var svo fallegt að standa af sér 45 mínútur af hornum og fyrirgjöfum og skora svo í lokin. Simeone væri stoltur af þessu held ég.

Það var baráttuandi í Fylkismönnum í dag og Orri var stoltur af liðinu og varnarleiknum.

Þetta er geggjað. Ítölsku ræturnar bara þarna, tæklingar. Henda sér í allt, fórna sér í alla bolta, við vorum geggjaðir í vörninni í dag og gerðum það alveg hiklaust.

Það var geggjað veður á höfuðborgarsvæðinu í dag en Orri sagði að það hafi verði allt of heitt í dag, hann hefði viljað lægðina sem var í gær.

„Það var bara allt of heitt, allt of heitt. Maður hefði viljað lægðina sem var í gær en við tökum þessu. Frábært að sjá svona marga á vellinum í kvöld.“ sagði Orri Sveinn.

Viðtalið við Orra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner