Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. ágúst 2021 21:00
Fótbolti.net
Bestur í 16. umferð - Endurkoma hans reynst ÍBV gulls ígildi
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Lengjudeildin
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Eiður Aron Sigurbjörnsson er einn besti miðvörður íslenska boltans og hann hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn og gæði með uppeldisfélaginu ÍBV í Lengjudeildinni í sumar.

Hann er leikmaður 16. umferðar eftir að Eyjamenn stigu risastórt skref í átt að Pepsi Max-deildinni með 1-0 útisigri gegn Kórdrengjum í toppbaráttuslag,

„Geggjaður í miðverðinum eins og hann hefur verið á þessu tímabili," skrifaði Sæbjörn Steinke í skýrslunni um leikinn.

„Hann hefur verið frábær og bara orðið betri eftir því sem á tímabilið hefur liðið," sagði Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolta.net, þegar Eiður var vainn besti leikmaður annars þriðjungs deildarinnar.

Endurkoma Eiðs hefur reynst ÍBV gulls ígildi en hann kom frá Íslandsmeisturum Vals fyrir tímabilið.

Hann mætti í viðtal eftir sigurinn mikilvæga í gær.

„Já, ég er nokkuð sáttur með mína frammistöðu. Ég hef verið það yfirleitt í sumar, þetta er búið að ganga ágætlega og dagurinn í dag er enginn undantekning. Þetta var fínn leikur hjá mér og geggjuð liðsframmistaða," sagði Eiður en neðar í fréttinni má sjá viðtalið í heild sinni.

ÍBV er í mjög vænlegri stöðu og flest bendir til þess að liðið fylgi Fram upp. Íþróttabandalagið er nú með sjö stiga forystu á Kórdrengi sem eiga þó leik til góða. Það má ekki opna kampavínið strax í Vestmannaeyjum en það má skella því í kælinn.

Sjá einnig:
Úrvalslið 16. umferðar Lengjudeildarinnar

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
15. umferð: Aron Þórður Albertsson (Fram)
14. umferð: Róbert Hauksson (Þróttur)
13. umferð: Sito (ÍBV)
12. umferð: Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
11. umferð: Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
10. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
9. umferð: Kairo Edwards-John (Þróttur)
8. umferð: Alvaro Montejo (Þór)
7. umferð: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
6. umferð: Davíð Þór Ásbjörnsson (Kórdrengir)
5. umferð: Kyle McLagan (Fram)
4. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Fyrstu viðbrögð Eiðs til fyrirmyndar þegar Davíð rotaðist - „Allir hefðu gert þetta"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner