
„Nei bara fúlir og svekktir með þetta. Mér fannst við vera ágætir í fyrri hálfleik, kannski aðeins með yfirhöndina í fyrri hálfleik. Reyndar í seinni hálfleik líka. HK byrjaði betur en við og skora mjög fallegt mark. Óli hélt okkur líka inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar hann varði einn á markmanni," sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis eftir svekkjandi tap gegn HK.
„Reyndar fengum við líka fín færi í fyrri hálfleik og reyndar í seinni hálfleik íka til að jafna leikinn þegar Mathias fékk tvö góð færi en inn vildi boltinn ekki. Því fór sem fór. Við höfum alveg spilað betri leiki," sagði Rúnar Páll.
„Það lítur þannig út, við fengum allavega færin til að skora í þessum leik og HK varðist reyndar mjög vel en við fengum fín færi. Svona er þetta stundum í fótbolta. Stundum gengur allt upp og stundum gegnur ekkert upp," sagði Rúnar Páll.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.