Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fim 16. júlí 2020 22:11
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar: Þetta var ákveðið gameplan
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst mjög sáttur. Að eiga ekkert svakalega góðan leik en ná í þrjú stig, gera þrjú mörk og ég vill bara gefa ÍA stórt kredit. Þær voru frábærar hérna í dag og gáfu okkar virkilega erfiðan leik.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur hans stúlkna á ÍA á Nettóvellinum í kvöld.-

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍA

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en Keflavíkurstúlkur komumst yfir með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks þegar Marín Rún Guðmundsdóttir skoraði af stuttu færi. En á 59. mínútu skipti Gunnar Amelíu Rún Fjeldsted inná og um fimm mínútum síðar hafði hún skorað annað mark liðsins og átt stóran þátt í því þriðja. Það er munur að eiga svona varamenn?

„Þetta var ákveðið gameplan. Amelía er búin að vera frábær á tímabilinu. Við erum eins og hefur kannski komið fram áður ekki með stóran hóp og ég er aðeins að reyna að rúlla á mannskapnum. Það eru 2-3 stelpur sem hafa spilað fleiri mínútur en hún. Hún er sextán ára gömul og ég ákvað það að setja hana á bekkinn í dag og hugmyndin var akkurat þessi. Að hún kæmi inná með þennan kraft og setti mark eða mörk og hún gerði það svo sannarlega.“

Það er ekkert leyndarmál að stefna Keflavíkur er að koma liðinu rakleitt aftur upp í Pepsi Max deildina þaðan sem liðið féll í fyrra.

„Já það er bara ekkert annað sem kemur til greina. Við tókum stórt skref aftur á bak í fyrra og erum með hörkufínt lið og fínan mannskap. En við höfum svolítið breytt áherslum síðan í fyrra. það er engin Sveindís Jane hjá okkur núna sem að leikur okkar snerist svolítið um í fyrra að senda fram á hana þannig að við höfum verið að breyta og erum að aðlaga okkur að því en það hefur tekið aðeins lengri tíma í kjölfar Covid,“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner