ÍBV sigraði Stjörnuna 1-0 í Eyjum í dag og var Hermann Hreiðarsson að vonum mjög sáttur með sigur sinna manna.
,,Já, það segir sig svo sem sjálft. Þetta var baráttu leikur og við náum að stela þessu í restina og það er eiginlega ekkert sætara ein 1-0 sigrar í baráttu leikjum," sagði Hermann eftir leik.
Vallaraðstæður og veðrið buðu ekki upp á skemmtilegan fótbolta á Hásteinsvelli í dag.
,,Fyrirfram þá átti að vera hífandi rok hérna en svo var veðrið ekki alveg eins slæmt og við héldum þannig að þá fór planið aðeins í vitleysu, við vorum búnir að plana skítaveður en það er alltaf sól og sumar í Eyjum. Völlurinn sjálfur var heldur ekkert í sérstöku standi til að spila samba fótbolta".
Brynjar Gauti sem spilar yfirleitt sem miðvörður spilaði talsvert framar en hann er vanur.
,,Við lögðum það upp að senda boltann fram sem fyrst og koma okkur inn í vítateig og vona að Brynjar og Gunnar Már gætu valdið usla og fá svo menn inn í vítateiginn og pota honum inn".
ÍBV er ekki neinni baráttu í deildinni eins og eru í raun bara að spila upp á heiðurinn.
,,Þetta var baráttusigur og það lögðu sig allir eins og áður alveg 100% í þetta og menn að vinna fyrir hvorn annan. Ef einn klikkar þá kemur næsti og hjálpar og peppa hvorn annan upp allan leikinn".
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























