Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 17. júlí 2016 22:47
Elvar Geir Magnússon
Arnar fór með Blika úr hefðbundinni dagskrá
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hafa verið erfiðar þrjár vikur fyrir okkur. Að koma hingað, skora þrjú mörk og halda hreinu gegn því liði sem hefur skorað flest mörk í deildinni. Ég er gríðarlega sáttur við það," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 útisigur gegn Fjölni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Breiðablik

Blikum hefur gengið illa að skora mörk í sumar en Arnar segir að liðið hafi farið út úr hefðbundinni æfingadagskrá í aðdraganda þessa leiks.

„Það var bryddað upp á einhverju nýju. Við fórum í fótboltagolf og gerðum eitthvað annað. Það þarf stundum að gera það þegar illa gengur að brjóta hlutina upp og hafa gaman að hlutunum. Þegar menn brosa er miklu líklegra að vel gangi."

Árni Vilhjálmsson er kominn í Blikaliðið að nýju og lagði upp öll þrjú mörkin.

„Árni kemur inn með ákveðinn kraft, hann heldur bolta og er hreyfanlegur. Hann var að spila fyrir liðið og það er lykilatriði. Hver skorar skiptir ekki öllu."

Hvað finnst Arnari um að hafa 19 stig að lokinni fyrri umferð?

„Ég er þokkalega sáttur. Auðvitað hefði ég viljað hafa fleiri stig. Ég er mest ósáttur við að hafa dottið út úr Evrópukeppni þar sem ég tel okkur hafa verið betra liðið í þessari rimmu. Það er ekkert endilega besta liðið sem fer áfram," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner