Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   sun 17. júlí 2016 22:47
Elvar Geir Magnússon
Arnar fór með Blika úr hefðbundinni dagskrá
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hafa verið erfiðar þrjár vikur fyrir okkur. Að koma hingað, skora þrjú mörk og halda hreinu gegn því liði sem hefur skorað flest mörk í deildinni. Ég er gríðarlega sáttur við það," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 útisigur gegn Fjölni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Breiðablik

Blikum hefur gengið illa að skora mörk í sumar en Arnar segir að liðið hafi farið út úr hefðbundinni æfingadagskrá í aðdraganda þessa leiks.

„Það var bryddað upp á einhverju nýju. Við fórum í fótboltagolf og gerðum eitthvað annað. Það þarf stundum að gera það þegar illa gengur að brjóta hlutina upp og hafa gaman að hlutunum. Þegar menn brosa er miklu líklegra að vel gangi."

Árni Vilhjálmsson er kominn í Blikaliðið að nýju og lagði upp öll þrjú mörkin.

„Árni kemur inn með ákveðinn kraft, hann heldur bolta og er hreyfanlegur. Hann var að spila fyrir liðið og það er lykilatriði. Hver skorar skiptir ekki öllu."

Hvað finnst Arnari um að hafa 19 stig að lokinni fyrri umferð?

„Ég er þokkalega sáttur. Auðvitað hefði ég viljað hafa fleiri stig. Ég er mest ósáttur við að hafa dottið út úr Evrópukeppni þar sem ég tel okkur hafa verið betra liðið í þessari rimmu. Það er ekkert endilega besta liðið sem fer áfram," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner