Brynjar Kristmundsson aðstoðarþjálfari Víkings Ó. var svekktur og nánast orðlaus eftir 1-3 tap gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 - 3 Afturelding
Brynjar stýrði liðinu í dag eftir að Jóni Páli Pálmasyni var vikið úr starfi sínu. Hann mun þó ekki stýra liðinu aftur á næstunni því Guðjón Þórðarson hefur verið ráðinn við stjórnvölinn.
„Við vorum ekki að vinna boltann, þeir spiluðu bara í gegnum okkur. Við tókum lélegar ákvarðanir og vorum mikið bara að sparka í vindinn. Við eigum að kunna að spila í vindi, við höfum gert það allir margoft," sagði Brynjar að leikslokum.
„Það var of auðvelt að verjast okkur, við vorum ekki að færa boltann nógu vel á milli svæða. Við spiluðum upp og niður og þeir náðu alltaf að loka öllum svæðum, þannig við enduðum alltaf á að sparka honum frá okkur bara í vindinn."
Víkingur er aðeins með sex stig eftir sex fyrstu umferðir sumarsins.
Athugasemdir























