„Þetta er geggjað, þetta er bara æðisleg tilfinning og gerist ekki betra" sagði Agla María kampakát útötuð í mjólk eftir mikinn fögnuð í leikslok.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Breiðablik
Agla María var frábær í kvöld og besti maður leiksins en hún átti stoðsendinguna í báðum mörkum Blika.
„Mér fannst við alveg vera betri í þessum leik skiluru en þegar þær skoruðu þetta mark sitt var maður alltaf smá stressaður um að þær myndu jafna en það var gott hjá okkur að klára þetta bara".
„Ég var hérna í fyrra með Stjörnunni og tapaði og það kom bara ekki til greina að það gerðist aftur, ég vildi þetta ógeðslega mikið og við vildum þetta bara allar ógeðslega mikið".
„Við fögnum í kvöld og förum svo beint að hugsa um næsta leik".
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir