„Það er yndislegt að vinna og mér fannst við eiga þetta skilið. Þær hefðu getað komist yfir í byrjun en eftir það fannst mér þetta bara sannfærandi,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sem var eðlilega í skýjunum eftir að hafa stýrt liði sínu til bikarmeistaratitils.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Breiðablik
„Það var smá stress í okkur í byrjun en um leið og við komumst yfir þá róuðumst við og náðum meiri takti. Við ætluðum bara að drepa seinni hálfleikinn,“ sagði Steini um leikinn en Breiðablik spilaði virkilega vel í dag.
„Það gekk allt upp sem þurfti að ganga upp til að verða bikarmeistarar. Bikarleikir snúast bara um að vinna. Þetta er engin fegurðarsamkeppni. Við fórum í leikinn til að vinna og gerðum það vel,“ sagði Steini meðal annars áður en viðtalinu við hann var slitið með hressandi mjólkurbaði.
Athugasemdir