Fjolla Shala leikmaður Breiðabliks var hress í viðtali við Fótbolti.net eftir að þær höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Selfyssingum. Leikurinn endaði 3-1 fyrir Breiðablik,
„Tilfinningin er geggjuð!"
„Við byrjuðum að byggja ungt og gott lið upp. Margar fóru en við þurftum að vera þolinmóðar og hafa trú á þessu allan tímann. Þjálfararnir hafa verið að lesa leikina vel og við erum vel stillt lið. Við erum allar svo nánar og góðar vinkonur."
„Þetta var markmiðið og við náðum því, við erum mjög stoltar."
Fjolla hefur verið að glíma við erfið meiðsli undanfarin ár en í þetta sinn náði hún heilu tímabili.
„Já ég er búin að vera heppin, ég er ekkert búin að meiðast. Þetta er bara geggjað. Stundum hugsaði maður bara "æj ég hætti þessu bara". Ég er mikil keppnismanneskja og ég var tilbúin að koma til baka og hjálpa liðinu mínu, og ég gerði það svo sannarlega."
Viðtalið við Fjollu má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir