Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   fim 18. apríl 2019 23:28
Arnór Heiðar Benónýsson
Lasse Petry: Erfitt að tapa svona leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lasse Petry var að leika sinn fyrsta keppnisleik á Íslandi og var besti maður vallarins er Valur tapaði fyrir Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ í vítaspyrnukeppni.

„Auðvitað er erfitt að tapa svona leik en mér fannst við hafa stjórn allan leikinn, ég held að Stjarnan hafi ekki skapað eitt færi jafnvel þó þeir væru manni fleiri hálfan leikinn."

Lestu um leikinn: Valur 5 -  6 Stjarnan

Valsmenn keppa á mörgum vígstöðvum í sumar, hvernig líst Lasse á deildina sem hefst á föstudaginn í næstu viku?

„Vonandi byrjum við vel en þetta verður erfitt, það er fullt af góðum liðum í deildinni og sem meistarar erum við liðið sem allir vilja vinna en ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu."

Lasse á að baki fjölda leikja fyrir Nordsjælland í Danmörku en hvernig finnst honum gæðin á Íslandi í samanburði?

„Deildirnar eru mjög ólíkar, í Danmörku er meira lagt upp úr taktík en það er gott tempó hér og fullt af góðum leikmönnum, deildin er mjög góð."

Þú getur keypt Lasse Petry í þitt draumalið. Smelltu hér til að taka þátt í Draumliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner