Topplið Fjölnis fékk Grindavík í heimsókn fyrr í kvöld í fjörugum leik. Leikar enduðu 5-1 fyrir Fjölni sem eru nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Fjölnir 5 - 1 Grindavík
„Góður sigur, högg að fara með 1-1 stöðu inn í hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn. Svo fáum við mark á okkur í uppbótartíma fyrri hálfleik þar fer boltinn augljóslega í hendina á manninum áður en hann skorar."
Vendipunktur leiksins var þegar Eric Vales leikmaður Grindavíkur gerðist brotlegur í teig sínum og dæmd var vítaspyrna og rautt spjald.
Dómari leiksins Aðalbjörn Heiðar rak þó ekki Eric Vales af velli heldur Dennis Nieblas sem var ekki nálægt atvikinu.
„Ég sá hendi fara í hausinn á Mána. Því ég var að horfa á Mána því hann var að vonast til að fá boltann. Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt. Þetta var moment of madness hjá varnarmanninum ég veit ekki hvað hann var að hugsa."
„Það sem að þetta gefur okkur er að það er recovery æfing á morgun og það verður gaman á henni. Strákarnir fá frí um helgina. Það verður hrikalega skemmtileg fríhelgi hjá okkur."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir