Valur vann 3-1 sigur gegn baráttuglöðum Skagamönnum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Jóhannes Karl Guðjónsson spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Við vorum með marga unga og spræka stráka inná og stríddum Völsurum vel. Við pressuðum þá í fyrri hálfleik og fengum tækifæri sem við hefðum getað nýtt okkur betur," segir Jóhannes Karl.
„Við vorum með marga unga og spræka stráka inná og stríddum Völsurum vel. Við pressuðum þá í fyrri hálfleik og fengum tækifæri sem við hefðum getað nýtt okkur betur," segir Jóhannes Karl.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 ÍA
Athygli vakti að stór nöfn í Skagaliðinu eins og Stefán Teitur Þórðarson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Steinar Þorsteinsson byrjuðu á bekknum. Þeir komu svo allir inn á sama tíma.
„Við erum ekki með risastóran hóp en ákváðum að gera þessar breytingar frá síðasta leik. Þeir sem komu inn stóðu sig vel. Við ætluðum að reyna að sprengja þetta upp með sprækum mönnum þegar líða færi á leikinn."
Þessi þrefalda skipting kom á 62. mínútu, þegar Valur var 1-0 yfir, en þremur mínútum síðar fékk Aron Kristófer Lárusson, bakvörður ÍA, sitt annað gula spjald fyrir munnsöfnuð í garð aðstoðardómarans.
„Þetta er náttúrulega ekki gott. Leikmenn eru búnir að leggja sig alla fram gegn erfiðu liði. Aron missir hausinn og segir eitthvað heimskulegt við aðstoðardómarann. Það breytir því ekki að þó við höfum verið manni færri þá spiluðum við vel og héldum áfram að halda boltanum," segir Jóhannes Karl.
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























