Fram taplausir í ár!
Jón Sveinsson þjálfari Fram var himinlifandi með sigurinn gegn Aftureldingu í 22.umferð Lengjudeildar karla í dag. Úrslitin, 6-1, gerðu það að verkum að Fram fóru taplausir í gegnum deildina í sumar og þeir spila að sjálfsögðu í Pepsi Max deildinni á næsta ári.
„Þetta er frábært auðvitað! Ekki eitthvað sem maður átti von á eða gat látið sig dreyma um fyrir mót að þetta myndi ganga svona vel en allt hrós á drengina. Þeir eru búnir að standa sig ótrúlega vel. Alveg sama á hverju hefur dunið, við höfum staðið upp og haldið áfram! Sagði Jón eftir leik.
„Þetta er frábært auðvitað! Ekki eitthvað sem maður átti von á eða gat látið sig dreyma um fyrir mót að þetta myndi ganga svona vel en allt hrós á drengina. Þeir eru búnir að standa sig ótrúlega vel. Alveg sama á hverju hefur dunið, við höfum staðið upp og haldið áfram! Sagði Jón eftir leik.
Lestu um leikinn: Fram 6 - 1 Afturelding
Nokkrir leikmenn Fram eru að renna út á samning og segir Jón að vinnan fyrir næsta tímabil sé nú þegar hafin „ Já já við erum bara að vinna í því að ræða við og semja við þessa leikmenn sem eru lausir. Verðum doldið að skoða bara hvað gerist. Við fögnum í kvöld og höldum lokahóf. Einhver þarf að vera bestur og efnilegastur og allt það saman. Svo bara æfing í nóvember og þá verða örugglega einhverjar breytingar en það verður bara að koma í ljós! Sagði Jón léttur í lokin.
Nánar er rætt við Jón í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir