„Stolt, ég er stoltur af stelpunum“ sagði Perry Mclachlan, þjálfari KR, eftir sigur á Augnablik á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann var spurður út í sín fyrstu viðbrögð eftir leik.
Lestu um leikinn: Augnablik 0 - 1 KR
„Þetta er vegferð sem þær eru á og þetta er bara eitt skref í áttina að þeim stað sem við viljum vera á“ sagði hann svo en þetta er aðeins annar sigur KR í sumar.
Síðustu tveir leikir KR fyrir þennan voru erfið töp gegn toppliðum deildarinnar. Í síðustu umferð töpuðu þær 0-5 fyrir Víkingum á heimavelli og þar á undan töpuðu þær 6-1 gegn HK í Kórnum. Aðspurður hvort að þetta sé mikilvægur sigur fyrir liðið eftir þessi tvö erfiðu töp segir hann:
„Svo mikilvægt. HK og Víkingur eru ekki liðin sem við erum að keppa við, þau eru að keppa við hvort annað. Hvernig við töpuðum er ekki það sem við viljum en Augnablik og liðin í kring um okkur eru liðin sem við viljum vera að keppa við.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
























